Ronaldo sendi færeyskri fegurðardís skilaboð en hún kallar hann grenjuskjóðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 12:45 Sitt sýnist eflaust hverjum hvort hjónasvipur sé með þeim Aimi og Cristiano. „Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
„Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56