„Besti dagur lífs míns,“ skrifar Ernesto Ferrari Henriquez á Facebook-síðu sína við mynd sem hann náði af sér og Cristiano Ronaldo í gær.
Drengurinn náði að lauma sér inn á Þórsvöll í Færeyjum rétt áður en síðari hálfleikur í leik Færeyja og Portúgal hófst.
Ronaldo tók vel á móti stráknum og stillti sér kurteislega upp í mynd með honum. Hann hló síðan bara er strákurinn hljóp burt fagnandi. Skömmu síðar voru öryggisverðir búnir að tækla drenginn í gervigrasið.
Drengurinn sem nældi sér í bolamyndina er frá Perú en er búsettur í Færeyjum. Samkvæmt Facebook býr hann í Runavik.
Að lenda í svona uppákomum er að verða nánast daglegt brauð hjá Ronaldo og Lionel Messi. Þeir hafa alltaf tæklað þessa stöðu á sama hátt. Stillt sér upp í mynd með þeim er hlaupa inn á völlinn.
Portúgal vann leikinn 6-0 og Ronaldo skoraði fjórða mark Portúgal í leiknum.
Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo

Tengdar fréttir

Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin
Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld.