Candice Swanepoel birtir fyrstu myndina af frumburðinum
Ritstjórn skrifar
Candice er ein frægasta fyrirsæta heims.Mynd/Getty
Victoria's Secret engillinn Candice Swanepoel eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum ásamt unnusta sínum, Hermann Nicoli. Sonur þeirra hefur fengið nafnið Anaca en það er brasilískt orð fyrir fuglategund.
Hún tilkynnti um óléttuna í mars á þessu ári og hefur frá því minnkað töluvert við sig vinnu. Um helgina birti hún fyrstu myndina af frumburðinum sem er vægast sagt krúttlegur.