Juventus ætlar að losa sig við svissneska landsliðsmanninn Stephan Lichtsteiner í janúar.
Svisslendingurinn er orðinn þriðji í goggunarröðinni hjá félaginu á eftir Dani Alves og Juan Cuadrado. Hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum á tímabilinu.
Lichsteiner verður samningslaus næsta sumar og ítölsku meistararnir vilja fá eitthvað fyrir hann í janúar.
Juventus tekur þó ekki í mál að selja hann til annars félags í ítölsku úrvalsdeildinni.
Barcelona er meðal annars sagt hafa áhuga á leikmanninum en hann er ekki í Meistaradeildarhópi félagsins og yrði því löglegur með Barcelona þar.
