Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2016 08:59 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/Getty „Þetta eru ekki kappræður sem eru sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis í heimi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. Silja Bára segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt til leiks eins illa undirbúinn málefnanlega og Trump. „Eini undirbúningur hans virðist hafa falist í því að finna nógu stóra skítaklessu sem hægt væri að henda á andstæðinginn og vonast til að með því verði hægt að draga athyglina frá innihaldslausum málflutningi hans sjálfs.“LeðjuslagurSilja Bára segir kappræðurnar hafi byrjað á miklum leðjuslag eftir að Trump boðaði til fréttamannafundi skömmu fyrir kappræðurnar með fjórum konum sem hafa sakað Bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmann Hillary, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. „Trump hefur sjálfur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni yfir í mjög óviðeigandi hegðun gagnvart konum, og stillir sér þarna allt í einu upp sem málsvara kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt og sýnir hversu langt maðurinn er tilbúinn að fara. Það sem hann er að segja snýst um Bill Clinton, ekki Hillary Clinton. Hann er að reyna að gera hans hegðun að kosningamáli frekar en færni manneskjunnar sem hann er að etja kappi við. Síðan er málflutningurinn og frammíköllin í kappræðunum sjálfum fyrir neðan allan hellur. Því miður heldur maður að þetta hafi styrkt Trukmp hjá þeim sem trúa hvað mest á hann og meðal þeirra í hans harða fylgi. Það gleypir algerlega þennan málflutning.“Innihaldslaust og samhengislaustSilja Bára segir ennfremur að Hillary hafi í raun sýnt ótrúlega stillingu, náð að halda ró sinni þrátt fyrir öll þessi frammíköll og árásir andstæðings síns. „Framan af reyndi hún að vísa í sín stefnumál og það sem hún vill berjast fyrir. Þegar leið á varð hins vegar lítið rými til þess. Það var sama innihaldslausa orðagljáfrið eins og hefur verið hjá Trump fram til þessa. Innihaldslaust, samhengislaust, engar útfærðar stefnur. Hann segist bara ætla að gera Bandaríkin frábær aftur og búið. Ekkert meira en það. Það hefur verið viðvarandi og gagnrýni hennar á það náði því miður ekki neinu flugi. Hún hélt gagnrýninni á lofti og fólk sem að styður hana, það tekur sennilega undir með henni, en aðrir telja hana ekki hafa svarað hans ásökunum.“Skilur ekki stjórnskipun landsinsDonald Trump sagðist í kappræðunum meðal annars ætla að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka tölvupóstsmál Hillary Clinton og fá hana til að sitja inni fyrir meint brot sín. „Enn og aftur sýndi Trump fram á að hann skilur ekki grundvallarstjórnskipun Bandaríkjanna. Það er ekki forsetans að ákveða hvort að einstaklingur úti í bæ verði sóttur til saka eða rannsakaður. Hann hefur sýnt það aftur og aftur, allt frá því að hann bað sig fram, að hann skilur ekki stjórnskipunarlegt hlutverk forsetans,“ segir Silja Bára. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjá meira
„Þetta eru ekki kappræður sem eru sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis í heimi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. Silja Bára segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt til leiks eins illa undirbúinn málefnanlega og Trump. „Eini undirbúningur hans virðist hafa falist í því að finna nógu stóra skítaklessu sem hægt væri að henda á andstæðinginn og vonast til að með því verði hægt að draga athyglina frá innihaldslausum málflutningi hans sjálfs.“LeðjuslagurSilja Bára segir kappræðurnar hafi byrjað á miklum leðjuslag eftir að Trump boðaði til fréttamannafundi skömmu fyrir kappræðurnar með fjórum konum sem hafa sakað Bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmann Hillary, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. „Trump hefur sjálfur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni yfir í mjög óviðeigandi hegðun gagnvart konum, og stillir sér þarna allt í einu upp sem málsvara kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt og sýnir hversu langt maðurinn er tilbúinn að fara. Það sem hann er að segja snýst um Bill Clinton, ekki Hillary Clinton. Hann er að reyna að gera hans hegðun að kosningamáli frekar en færni manneskjunnar sem hann er að etja kappi við. Síðan er málflutningurinn og frammíköllin í kappræðunum sjálfum fyrir neðan allan hellur. Því miður heldur maður að þetta hafi styrkt Trukmp hjá þeim sem trúa hvað mest á hann og meðal þeirra í hans harða fylgi. Það gleypir algerlega þennan málflutning.“Innihaldslaust og samhengislaustSilja Bára segir ennfremur að Hillary hafi í raun sýnt ótrúlega stillingu, náð að halda ró sinni þrátt fyrir öll þessi frammíköll og árásir andstæðings síns. „Framan af reyndi hún að vísa í sín stefnumál og það sem hún vill berjast fyrir. Þegar leið á varð hins vegar lítið rými til þess. Það var sama innihaldslausa orðagljáfrið eins og hefur verið hjá Trump fram til þessa. Innihaldslaust, samhengislaust, engar útfærðar stefnur. Hann segist bara ætla að gera Bandaríkin frábær aftur og búið. Ekkert meira en það. Það hefur verið viðvarandi og gagnrýni hennar á það náði því miður ekki neinu flugi. Hún hélt gagnrýninni á lofti og fólk sem að styður hana, það tekur sennilega undir með henni, en aðrir telja hana ekki hafa svarað hans ásökunum.“Skilur ekki stjórnskipun landsinsDonald Trump sagðist í kappræðunum meðal annars ætla að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka tölvupóstsmál Hillary Clinton og fá hana til að sitja inni fyrir meint brot sín. „Enn og aftur sýndi Trump fram á að hann skilur ekki grundvallarstjórnskipun Bandaríkjanna. Það er ekki forsetans að ákveða hvort að einstaklingur úti í bæ verði sóttur til saka eða rannsakaður. Hann hefur sýnt það aftur og aftur, allt frá því að hann bað sig fram, að hann skilur ekki stjórnskipunarlegt hlutverk forsetans,“ segir Silja Bára.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjá meira
Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05
Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07