Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Kosið verður um forseta í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Vísir/AFP Donald Trump, frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mætti Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, mjög laskaður í forsetakappræðunum í nótt. Mjög var sótt að Trump eftir að hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir upptökuna hafa hlotið mikla gagnrýni vegna þess að þarna sé verið að tala illa um glæsilega hvíta konu og það fari ekki á milli mála að Trump hafi sagt þetta. Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump dragi framboð sitt til baka eftir að hljóðupptökunum, sem eru frá árinu 2005, var lekið. Mike Pence, varaforsetaefni Trumps, sagði ummælin ófyrirgefanleg og vilja fjölmargir að Pence taki við keflinu. Trump hefur beðist afsökunar á ummælunum, en segist ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Þrátt fyrir þetta sýnir skoðanakönnun frá því í gær að stór hluti kjósenda Repúblíkanaflokksins standi með Trump. Hillary Clinton mælist þó með fjögurra prósentustiga forskot.Silja Bára Ómarsdóttir telur sigurlíkur Trump fara dvínandi. Fréttablaðið/Hörður SveinssonTrump hefur látið fjölda niðrandi ummæla falla í kosningabaráttunni. Silja Bára telur að þessi síðustu ummæli hafi sérstaklega hlotið gagnrýni vegna þess að hann var að tala um glæsilega hvíta konu og auðveldara sé að fordæma það. „Allt annað sem hann hefur verið að segja hefur verið rasismi, eða að hluta til rasismi, eða fitufordómar. Viðbrögðin sýna ef til vill hvað innbyggður rasismi er fastur í kerfinu,“ segir Silja Bára. Það að Trump hafi þegar verið búinn að missa fylgi hafi sennilega ýtt undir viðbrögðin. „Þetta vekur líka svona mikil viðbrögð vegna þess að það fer ekki á milli mála að þetta eru hans eigin orð og mynd og rödd. Áður hefur einhver verið að ásaka hann, en í þetta sinn er ekki hægt að draga í efa að hann hafi sagt þetta.“ Silja Bára segir mestar líkur á að Hillary Clinton sigri í kosningunum. „Nema að flokkurinn nái að sannfæra Trump um að hann þurfi að stíga til hliðar og þá er nýtt spil í gangi. En það er mjög ólíklegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 „Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Donald Trump, frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mætti Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, mjög laskaður í forsetakappræðunum í nótt. Mjög var sótt að Trump eftir að hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir upptökuna hafa hlotið mikla gagnrýni vegna þess að þarna sé verið að tala illa um glæsilega hvíta konu og það fari ekki á milli mála að Trump hafi sagt þetta. Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump dragi framboð sitt til baka eftir að hljóðupptökunum, sem eru frá árinu 2005, var lekið. Mike Pence, varaforsetaefni Trumps, sagði ummælin ófyrirgefanleg og vilja fjölmargir að Pence taki við keflinu. Trump hefur beðist afsökunar á ummælunum, en segist ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Þrátt fyrir þetta sýnir skoðanakönnun frá því í gær að stór hluti kjósenda Repúblíkanaflokksins standi með Trump. Hillary Clinton mælist þó með fjögurra prósentustiga forskot.Silja Bára Ómarsdóttir telur sigurlíkur Trump fara dvínandi. Fréttablaðið/Hörður SveinssonTrump hefur látið fjölda niðrandi ummæla falla í kosningabaráttunni. Silja Bára telur að þessi síðustu ummæli hafi sérstaklega hlotið gagnrýni vegna þess að hann var að tala um glæsilega hvíta konu og auðveldara sé að fordæma það. „Allt annað sem hann hefur verið að segja hefur verið rasismi, eða að hluta til rasismi, eða fitufordómar. Viðbrögðin sýna ef til vill hvað innbyggður rasismi er fastur í kerfinu,“ segir Silja Bára. Það að Trump hafi þegar verið búinn að missa fylgi hafi sennilega ýtt undir viðbrögðin. „Þetta vekur líka svona mikil viðbrögð vegna þess að það fer ekki á milli mála að þetta eru hans eigin orð og mynd og rödd. Áður hefur einhver verið að ásaka hann, en í þetta sinn er ekki hægt að draga í efa að hann hafi sagt þetta.“ Silja Bára segir mestar líkur á að Hillary Clinton sigri í kosningunum. „Nema að flokkurinn nái að sannfæra Trump um að hann þurfi að stíga til hliðar og þá er nýtt spil í gangi. En það er mjög ólíklegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 „Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
„Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45