Logi tekur skemmtilegan snúning á Alþingiskosningunum en þátturinn er í opinni dagskrá. Fjöldi gesta mætir í þáttinn og fór fram fyrsta Íslandsmótið í stjórnmálum í þættinum.
Logi fékk fulltrúa úr þeim níu flokkum sem bjóða fram í öllum kjördæmum og skipti hann hópnum í þrennt og kepptu liðin sín á milli í harðri keppni. Í þáttinn mættu þau Árni Páll Árnason, Gunnar Hrafn Jónsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Inga Sæland, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Alfreðsdóttir, Sturla Jónsson og Björt Ólafsdóttir.
Keppt var í stórkostlegri tvífarakeppni þar sem Logi hafði komið auga á skemmtilegar persónur sem áttu tvífara inni á Alþingi. Því næst fóru liðin í bjölluspurningar og endað var á keppni í kökuskreytingu. Hér að neðan má sjá þetta allt saman.