Shouse braut á Dupree í hraðaupphlaupi en eftir að búið var að dæma tók Keflvíkingurinn svitabandið af höfði Stjörnumannsins og endaði á því að kasta því upp í stúku við litla hrifningu dómara leiksins.
Fyrir þetta fékk Reggie reisupassann og var sendur út úr húsi. Hann fékk ekki að taka frekari þátt í leiknum en þetta gerðist þegar 1:14 voru eftir af fyrri hálfleik og staðan 39-36 fyrir heimamenn.
Keflvíkingar voru ekki ánægðir með dóminn en það breytti engu. Leik Reggie í kvöld lauk með þessu heimskulega atviki.
Þetta mál verður rætt í Domino's-Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld en þar má búast við snörpum umræðum Jóns Halldórs Eðvaldssonar og Fannars Ólafssonar.
Reikna með mikilli fjölgun á notkun ennisbanda í dominosdeildinni í næstu umferð.
— Gummi Steinars (@gummisteinars) October 28, 2016