Samkvæmt vitnum voru þau ansi rómantísk saman í þrítugsafmæli Drake um helgina. Sagt er að hann hafi meira að segja kynnt hana fyrir foreldrum sínum sem voru á staðnum.
Drake er nýhættur með Rihanna og Taylor hætti með leikaranum Tom Hiddleston fyrir nokkrum mánuðum. Þau verða að teljast afar ólíklegt par af ýmsum ástæðum en það verður spennandi að sjá hvort það verði eitthvað úr þessu.
