Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2016 22:45 Hlynur Bæringsson stóð fyrir sínu að vanda. Vísir/Ernir Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. Stjörnumenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og leiddu nánast allan tímann. Keflavík komst reyndar yfir, 31-32, um miðbik 2. leikhluta en Stjarnan svaraði með 15-5 kafla og leiddi með níu stigum í hálfleik, 46-37. Undir lok fyrri hálfleiks var Keflvíkingnum Reggie Dupree vísað úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku og án hans áttu gestirnir aldrei möguleika í seinni hálfleik. Stjörnumenn juku forystu sína jafnt og þétt og unnu að lokum sannfærandi 17 stiga sigur, 99-82. Tómas Heiðar Tómasson var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 25 stig en hjá Keflavík var Amin Stevens í sérflokki með 24 stig og 14 fráköst.Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru alltaf, ef frá er talinn stuttur kafli í 2. leikhluta, skrefinu á undan gestunum úr Keflavík. Garðbæingar voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan Keflvíkingar hittu illa, bæði inni í teig og fyrir utan. Fleiri leikmenn lögðu hönd á plóg í liði Stjörnunnar en Keflavíkur en til marks um það skoruðu fjórir leikmenn Garðbæinga 19 stig eða meira í leiknum. Stevens reyndi hvað hann gat hjá Keflavík en vantaði sárlega meiri hjálp.Bestu menn vallarins: Tómas Heiðar var frábær í liði Stjörnunnar, setti niður fjóra þrista í 1. leikhluta og sjö alls, í aðeins átta skotum. Devon Austin skilaði einnig góðu dagsverki sem og Justin og Hlynur Bæringsson. Stevens stóð upp úr í liði Keflavíkur og Reggie var góður á meðan hans naut við.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Stjörnunnar var lygileg, eða 55%. Sex af sjö þriggja stiga skotum heimamanna í 1. leikhluta fóru ofan í sem var kannski eins gott því liðið tapaði boltanum 10 sinnum á fyrstu 10 mínútum leiksins. Það hefði getað reynst dýrkeypt gegn betra liði en Keflavík. Stjörnumenn fækkuðu mistökunum eftir 1. leikhlutann en enduðu samt með 21 tapaðan bolta sem er full mikið. Í upphafi 4. leikhluta höfðu gestirnir aðeins sett niður þrjú þriggja skot úr 16 tilraunum. Keflvíkingar náðu þó aðeins að laga nýtinguna á lokakaflanum.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru hálf slappir í upphafi leiks en voru samt alltaf með frumkvæðið. Keflvíkingar héldu í við heimamenn í fyrri hálfleik en brottrekstur Reggies reyndist þeim dýr. Bakvörðurinn spilaði virkilega vel í fyrri hálfleik og var stigahæsti maður liðsins þegar hann lét henda sér út úr húsi fyrir óíþróttamannslega hegðun. Afar vond ákvörðun hjá Reggie og hún bitnaði á Keflavíkurliðinu sem átti erfitt uppdráttar í seinni hálfleik.Hrafn: Vorum ekki nógu sterkir andlega í upphafi leiks Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik í sigrinum á Keflavík í kvöld. Hann var ekki jafn hrifinn af frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum. „Þetta var saga tveggja hálfleikja. Ég var ofboðslega ósáttur við fyrri hálfleikinn og hvernig við komum inn í hann. Við vissum alveg að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og við ætluðum að taka vel á móti. En núll liðsvillur og 10 tapaðir boltar í 1. leikhluta benda til þess að menn hafi ekki verið nógu sterkir andlega og við þurfum að greina af hverju það var,“ sagði Hrafn eftir leik. Keflvíkingar héldu í við Stjörnumenn í fyrri hálfleik en það má segja að vendipunktur leiksins hafi verið þegar Reggie Dupree lét henda sér út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku. Hrafn segir að brottreksturinn hafi haft sitt að segja fyrir bæði lið. „Þetta leiðindaatvik hjálpaði til. Manni finnst ekkert gaman þegar eitthvað slíkt hjálpar manni í baráttunni,“ sagði Hrafn en atvikið má sjá hér að neðan. Þjálfarinn er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu, enda eru Stjörnumenn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hann segir samt að liðið geti gert betur. „Við getum betur og verðum að vinna eftir einhvers konar áætlun. Ég veit ekki alveg hvert maður færi ef maður spilaði á hæsta leveli í fyrstu fjórum umferðunum. En það er gott að sjá að stigin dreifast vel og mismunandi menn stíga upp á mismunandi stundum,“ sagði Hrafn að lokum.Hjörtur: Vendipunktur þegar Reggie var rekinn út af Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, sagði að brottrekstur Reggies Dupree hafi komið illa niður á hans liði. „Það algjör vendipunktur þegar Reggie var rekinn út af. Hann var búinn að spila vel og þetta var ágætlega jafn leikur. En svo snerist þetta allt við og það vantaði smá kraft í okkur. „Við létum ýta okkur út úr stöðum og vorum ekki nógu ákveðnir,“ sagði Hjörtur sem kvaðst ekki hafa séð nógu vel hvað gerðist þegar dómararnir vísuðu Reggie af velli. „Ég get eiginlega ekkert sagt um það, ég sá ekki almennilega hvað gerðist,“ sagði þjálfarinn. Keflvíkingar eru með fjögur stig í Domino's deildinni eftir fjórar umferðir, hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur. Hjörtur segist vera mátulega sáttur með byrjunina hjá sínu liði. „Við erum búnir að spila við þrjú lið sem var spáð ofar en okkur. Þannig að þetta er ekkert svo slæmt myndi ég segja. Þetta er ásættanleg byrjun,“ sagði Hjörtur að lokum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. Stjörnumenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og leiddu nánast allan tímann. Keflavík komst reyndar yfir, 31-32, um miðbik 2. leikhluta en Stjarnan svaraði með 15-5 kafla og leiddi með níu stigum í hálfleik, 46-37. Undir lok fyrri hálfleiks var Keflvíkingnum Reggie Dupree vísað úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku og án hans áttu gestirnir aldrei möguleika í seinni hálfleik. Stjörnumenn juku forystu sína jafnt og þétt og unnu að lokum sannfærandi 17 stiga sigur, 99-82. Tómas Heiðar Tómasson var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 25 stig en hjá Keflavík var Amin Stevens í sérflokki með 24 stig og 14 fráköst.Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru alltaf, ef frá er talinn stuttur kafli í 2. leikhluta, skrefinu á undan gestunum úr Keflavík. Garðbæingar voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan Keflvíkingar hittu illa, bæði inni í teig og fyrir utan. Fleiri leikmenn lögðu hönd á plóg í liði Stjörnunnar en Keflavíkur en til marks um það skoruðu fjórir leikmenn Garðbæinga 19 stig eða meira í leiknum. Stevens reyndi hvað hann gat hjá Keflavík en vantaði sárlega meiri hjálp.Bestu menn vallarins: Tómas Heiðar var frábær í liði Stjörnunnar, setti niður fjóra þrista í 1. leikhluta og sjö alls, í aðeins átta skotum. Devon Austin skilaði einnig góðu dagsverki sem og Justin og Hlynur Bæringsson. Stevens stóð upp úr í liði Keflavíkur og Reggie var góður á meðan hans naut við.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Stjörnunnar var lygileg, eða 55%. Sex af sjö þriggja stiga skotum heimamanna í 1. leikhluta fóru ofan í sem var kannski eins gott því liðið tapaði boltanum 10 sinnum á fyrstu 10 mínútum leiksins. Það hefði getað reynst dýrkeypt gegn betra liði en Keflavík. Stjörnumenn fækkuðu mistökunum eftir 1. leikhlutann en enduðu samt með 21 tapaðan bolta sem er full mikið. Í upphafi 4. leikhluta höfðu gestirnir aðeins sett niður þrjú þriggja skot úr 16 tilraunum. Keflvíkingar náðu þó aðeins að laga nýtinguna á lokakaflanum.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru hálf slappir í upphafi leiks en voru samt alltaf með frumkvæðið. Keflvíkingar héldu í við heimamenn í fyrri hálfleik en brottrekstur Reggies reyndist þeim dýr. Bakvörðurinn spilaði virkilega vel í fyrri hálfleik og var stigahæsti maður liðsins þegar hann lét henda sér út úr húsi fyrir óíþróttamannslega hegðun. Afar vond ákvörðun hjá Reggie og hún bitnaði á Keflavíkurliðinu sem átti erfitt uppdráttar í seinni hálfleik.Hrafn: Vorum ekki nógu sterkir andlega í upphafi leiks Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik í sigrinum á Keflavík í kvöld. Hann var ekki jafn hrifinn af frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum. „Þetta var saga tveggja hálfleikja. Ég var ofboðslega ósáttur við fyrri hálfleikinn og hvernig við komum inn í hann. Við vissum alveg að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og við ætluðum að taka vel á móti. En núll liðsvillur og 10 tapaðir boltar í 1. leikhluta benda til þess að menn hafi ekki verið nógu sterkir andlega og við þurfum að greina af hverju það var,“ sagði Hrafn eftir leik. Keflvíkingar héldu í við Stjörnumenn í fyrri hálfleik en það má segja að vendipunktur leiksins hafi verið þegar Reggie Dupree lét henda sér út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku. Hrafn segir að brottreksturinn hafi haft sitt að segja fyrir bæði lið. „Þetta leiðindaatvik hjálpaði til. Manni finnst ekkert gaman þegar eitthvað slíkt hjálpar manni í baráttunni,“ sagði Hrafn en atvikið má sjá hér að neðan. Þjálfarinn er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu, enda eru Stjörnumenn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hann segir samt að liðið geti gert betur. „Við getum betur og verðum að vinna eftir einhvers konar áætlun. Ég veit ekki alveg hvert maður færi ef maður spilaði á hæsta leveli í fyrstu fjórum umferðunum. En það er gott að sjá að stigin dreifast vel og mismunandi menn stíga upp á mismunandi stundum,“ sagði Hrafn að lokum.Hjörtur: Vendipunktur þegar Reggie var rekinn út af Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, sagði að brottrekstur Reggies Dupree hafi komið illa niður á hans liði. „Það algjör vendipunktur þegar Reggie var rekinn út af. Hann var búinn að spila vel og þetta var ágætlega jafn leikur. En svo snerist þetta allt við og það vantaði smá kraft í okkur. „Við létum ýta okkur út úr stöðum og vorum ekki nógu ákveðnir,“ sagði Hjörtur sem kvaðst ekki hafa séð nógu vel hvað gerðist þegar dómararnir vísuðu Reggie af velli. „Ég get eiginlega ekkert sagt um það, ég sá ekki almennilega hvað gerðist,“ sagði þjálfarinn. Keflvíkingar eru með fjögur stig í Domino's deildinni eftir fjórar umferðir, hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur. Hjörtur segist vera mátulega sáttur með byrjunina hjá sínu liði. „Við erum búnir að spila við þrjú lið sem var spáð ofar en okkur. Þannig að þetta er ekkert svo slæmt myndi ég segja. Þetta er ásættanleg byrjun,“ sagði Hjörtur að lokum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira