Mannréttindabrot og ofsóknir í Íran Eðvarð T. Jónsson skrifar 28. október 2016 09:12 Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun