Emil Hallfreðsson og félagar hans í ítalska A-deildarliðinu Udinesen unnu þýðingarmikinn sigur á Palermo, 3-1, í tíundu umferð deildarinnar í kvöld.
Heimamenn á Sikiley komust yfir eftir aðeins tíu mínútur en Cyril Théréau jafnaði metin á 36. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik.
Emil Hallfreðsson lagði upp annað mark Udinese á 74. mínútu fyrir Frakkann Seko Fofana en hann kom gestunum í 3-1 fimm mínútum síðar og þar við sat.
Heimamenn misstu mann af velli undir lokin en mikilvæg þrjú stig í sarpinn hjá Udinese sem þurfti á þeim að halda í fallbaráttunni.
Udinese er nú með þrettán stig og kvaddi fallsvæðið í bili en þetta er annar sigur liðsins í röð eftir að það var án sigurs í fjórum leikjum á undan því.
Emil lagði upp mark í endurkomusigri
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

