Leiðindi María Bjarnadóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Er eitthvað leiðinlegra en lýðræði? Ferlar, samráð, málamiðlanir, verklag og reglulegar kosningar með loforðaflaumi og símhringingum vina og fjölskyldu frambjóðenda sem jafnvel brjóta gegn lögum um bannmerkingar í Þjóðskrá! Hvers vegna er þetta eiginlega lagt á okkur?! Getur ekki bara einhver séð um þessi mál? Viðkomandi þarf þó að vera viðbragðsfljótur gagnvart öllu tilfallandi óréttlæti heima og heiman sem við lesum um á internetinu og kröfum okkar sem birtast með undirskriftalistum og deilingum á samfélagsmiðlum. Í raun þyrfti viðkomandi að vera vakandi fyrir öllum statusum á internetinu sem birtast í hástöfum, þar er oft mikilvæga afstöðu að finna sem bara VERÐUR að bregðast við. STRAX. Í vikunni stóð ég fyrir framan listaverkið 28. júlí í Louvre safninu í París og kiknaði aðeins í hnjánum af þakklæti. Berbrjósta byltingarleiðtogi með franska fánann leiðir fólkið til sigurs; til lýðræðis frá einræði. Frá helsi til frelsis. Fórnirnar sem hafa verið færðar til þess að tryggja verkamönnum, kaupmönnum og konum, fólki eins og mér, þátttökurétt við ákvarðanatöku um stjórnun vestrænna samfélaga eru ólýsanlegar. Samfélög og lýðræði hafa þróast svo hratt að veruleiki pöpulsins í París virðist næstum ekki eiga neitt erindi í nútímanum. Samt eiga byltingar nútímans sér líka stað undir forystu berbrjósta kvenna og enn þá eru kökur hápólitískt umræðuefni. Það er kannski leiðinlegt, en það er langsamlega skásta fyrirkomulagið sem í boði er. Eina leiðin til að viðhalda því er að nota það, til dæmis með því að kjósa þegar færi gefst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Er eitthvað leiðinlegra en lýðræði? Ferlar, samráð, málamiðlanir, verklag og reglulegar kosningar með loforðaflaumi og símhringingum vina og fjölskyldu frambjóðenda sem jafnvel brjóta gegn lögum um bannmerkingar í Þjóðskrá! Hvers vegna er þetta eiginlega lagt á okkur?! Getur ekki bara einhver séð um þessi mál? Viðkomandi þarf þó að vera viðbragðsfljótur gagnvart öllu tilfallandi óréttlæti heima og heiman sem við lesum um á internetinu og kröfum okkar sem birtast með undirskriftalistum og deilingum á samfélagsmiðlum. Í raun þyrfti viðkomandi að vera vakandi fyrir öllum statusum á internetinu sem birtast í hástöfum, þar er oft mikilvæga afstöðu að finna sem bara VERÐUR að bregðast við. STRAX. Í vikunni stóð ég fyrir framan listaverkið 28. júlí í Louvre safninu í París og kiknaði aðeins í hnjánum af þakklæti. Berbrjósta byltingarleiðtogi með franska fánann leiðir fólkið til sigurs; til lýðræðis frá einræði. Frá helsi til frelsis. Fórnirnar sem hafa verið færðar til þess að tryggja verkamönnum, kaupmönnum og konum, fólki eins og mér, þátttökurétt við ákvarðanatöku um stjórnun vestrænna samfélaga eru ólýsanlegar. Samfélög og lýðræði hafa þróast svo hratt að veruleiki pöpulsins í París virðist næstum ekki eiga neitt erindi í nútímanum. Samt eiga byltingar nútímans sér líka stað undir forystu berbrjósta kvenna og enn þá eru kökur hápólitískt umræðuefni. Það er kannski leiðinlegt, en það er langsamlega skásta fyrirkomulagið sem í boði er. Eina leiðin til að viðhalda því er að nota það, til dæmis með því að kjósa þegar færi gefst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun