Sjúkraþjálfun bætir líf aldraðra Unnur Pétursdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Það er gríðarlega mikilvægt að eldri borgarar hafi greiðan aðgang að sjúkraþjálfun og almennri endurhæfingu. Í upphafi árs féllu á fundi Samtaka Atvinnulífsins þau orð að „á sama tíma er öldruðum að fjölga ört sem kallar á endurskoðun heilbrigðiskerfisins“. Besta leiðin til að bregðast við fjölgun aldraðra er að stuðla að því að þeir haldi heilbrigði sínu, hreysti og atgervi sem allra lengst. Rétt er að benda á að meðferð sjúkraþjálfara, þjálfun og æfingar er engu minni meðferð við mörgum þeim kvillum sem hrjá aldraða en lyf. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun og hreyfing hefur umtalsverð jákvæð áhrif á líkamlega færni og andlega líðan eldra fólks og því hefur verið haldið fram að væri til lyf sem hefði jafn breiðvirk meðferðaráhrif og þjálfun væri það kallað kraftaverkalyf. Rannsóknir hafa sýnt að aldraðir sem njóta þjálfunar eru mun líklegri til að geta verið heima lengur, ekki síst ef þeir í framhaldi fá þjónustu sjúkraþjálfara heim. Sjúkraþjálfun á hjúkrunarheimilum er ekki síður mikilvæg. Sýnt hefur verið fram á að byltuvarnir spara háar fjárhæðir og þjálfun sem gerir öldruðum einstaklingi kleift að vera sjálfbjarga á salerni í stað þess að þurfa aðstoð 1 – 2 aðstoðarmanna getur ekki annað en verið sparnaður, að ógleymdum þeim auknu lífsgæðum sem slíkt felur í sér. Þessi sparnaður kemur hins vegar ekki fram á fyrsta degi og er því freistandi fyrir aðþrengda framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila að spara eyrinn með því að skera niður þjónustu sjúkraþjálfunar. Sú staðreynd að með því sé krónunni hent er gert að seinni tíma vandamáli. Sé ráðamönnum alvara í því að bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er gríðarlega mikilvægt að eldri borgarar hafi greiðan aðgang að sjúkraþjálfun og almennri endurhæfingu. Í upphafi árs féllu á fundi Samtaka Atvinnulífsins þau orð að „á sama tíma er öldruðum að fjölga ört sem kallar á endurskoðun heilbrigðiskerfisins“. Besta leiðin til að bregðast við fjölgun aldraðra er að stuðla að því að þeir haldi heilbrigði sínu, hreysti og atgervi sem allra lengst. Rétt er að benda á að meðferð sjúkraþjálfara, þjálfun og æfingar er engu minni meðferð við mörgum þeim kvillum sem hrjá aldraða en lyf. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun og hreyfing hefur umtalsverð jákvæð áhrif á líkamlega færni og andlega líðan eldra fólks og því hefur verið haldið fram að væri til lyf sem hefði jafn breiðvirk meðferðaráhrif og þjálfun væri það kallað kraftaverkalyf. Rannsóknir hafa sýnt að aldraðir sem njóta þjálfunar eru mun líklegri til að geta verið heima lengur, ekki síst ef þeir í framhaldi fá þjónustu sjúkraþjálfara heim. Sjúkraþjálfun á hjúkrunarheimilum er ekki síður mikilvæg. Sýnt hefur verið fram á að byltuvarnir spara háar fjárhæðir og þjálfun sem gerir öldruðum einstaklingi kleift að vera sjálfbjarga á salerni í stað þess að þurfa aðstoð 1 – 2 aðstoðarmanna getur ekki annað en verið sparnaður, að ógleymdum þeim auknu lífsgæðum sem slíkt felur í sér. Þessi sparnaður kemur hins vegar ekki fram á fyrsta degi og er því freistandi fyrir aðþrengda framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila að spara eyrinn með því að skera niður þjónustu sjúkraþjálfunar. Sú staðreynd að með því sé krónunni hent er gert að seinni tíma vandamáli. Sé ráðamönnum alvara í því að bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun