„Obama er Nickleback týpan af forsetum,“ stóð í einu tísti um Obama. Forsetinn las upp mörg rætin tíst um sjálfan sig og er í raun ótrúlegt hvað fólk skrifar á netið.
Síðan las hann upp tíst frá @realDonaldTrump, sem er vissulega sjálfur Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann skrifaði; „Obama verður minnst sem versta forseta í sögu Bandaríkjanna.“
Obama svaraði á frábæran hátt; „Í það minnsta mun fólk muna eftir mér sem forseta.“