LeBron bað um ís og að sjálfsögðu fékk kóngurinn ís Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 17:00 LeBron James og dóttir hans á góðri stundu. Vísir/Getty LeBron James er ekki kallaður kóngurinn í NBA-körfuboltanum að ástæðulausu. Það sem kóngurinn vill mun kóngurinn fá. Gott dæmi um það er umgjörðin í kringum fyrsta leik Cleveland Cavaliers liðsins sem NBA-meistari. NBA-deildin hefst í kvöld með leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks en fyrir leikinn verður sérstök verðlaunahátíð í Quicken Loans höllinni þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Cleveland liðsins á síðasta ári fá afhenta meistarahringi sína. Á sama tíma á hafnarboltavellinum við hliðina mun Cleveland Indians liðið spila fyrsta leikinn í úrslitum hafnarbolta deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá 1997 sem hafnarboltalið Cleveland spilar til úrslita og það er einmitt á sama kvöldi og körfuboltalið borgarinnar tekur við hringunum sínum. LeBron James var spurður um það í síðustu viku hvort það væri eitthvað sem honum dytti í hug til að gera þetta kvöld enn betra. Svar hans var: „Ég veit það ekki, kannski að hafa ísbíl fyrir utan báðar hallirnar á sama tíma líka. Það yrði rúsínan í pylsuendanum (ísinn á toppi kökunnar),“ svaraði LeBron James. Blue Bunny ísgerðin stökk til að varð við ósk kóngsins í Cleveland. Ísgerðin mun mæta með ísbíl og bjóða stuðningsmönnum Cleveland-liðanna upp á frían ís fyrir leikina. Cleveland Cavaliers ætlar líka að byrja sinn leik hálftíma fyrr til að auðvelda stuðningsfólki sínu að fylgjast með báðum leikjum þetta risakvöld í íþróttasögu Cleveland-borgar. Það verður allt að gerast í Cleveland í kvöld.Hey Cleveland, @KingJames asked for an ice cream truck to make tomorrow even more fun. Free ice cream is coming – see you soon! #WonForAll pic.twitter.com/mndv7TsJtB— Blue_Bunny (@Blue_Bunny) October 24, 2016 NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
LeBron James er ekki kallaður kóngurinn í NBA-körfuboltanum að ástæðulausu. Það sem kóngurinn vill mun kóngurinn fá. Gott dæmi um það er umgjörðin í kringum fyrsta leik Cleveland Cavaliers liðsins sem NBA-meistari. NBA-deildin hefst í kvöld með leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks en fyrir leikinn verður sérstök verðlaunahátíð í Quicken Loans höllinni þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Cleveland liðsins á síðasta ári fá afhenta meistarahringi sína. Á sama tíma á hafnarboltavellinum við hliðina mun Cleveland Indians liðið spila fyrsta leikinn í úrslitum hafnarbolta deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá 1997 sem hafnarboltalið Cleveland spilar til úrslita og það er einmitt á sama kvöldi og körfuboltalið borgarinnar tekur við hringunum sínum. LeBron James var spurður um það í síðustu viku hvort það væri eitthvað sem honum dytti í hug til að gera þetta kvöld enn betra. Svar hans var: „Ég veit það ekki, kannski að hafa ísbíl fyrir utan báðar hallirnar á sama tíma líka. Það yrði rúsínan í pylsuendanum (ísinn á toppi kökunnar),“ svaraði LeBron James. Blue Bunny ísgerðin stökk til að varð við ósk kóngsins í Cleveland. Ísgerðin mun mæta með ísbíl og bjóða stuðningsmönnum Cleveland-liðanna upp á frían ís fyrir leikina. Cleveland Cavaliers ætlar líka að byrja sinn leik hálftíma fyrr til að auðvelda stuðningsfólki sínu að fylgjast með báðum leikjum þetta risakvöld í íþróttasögu Cleveland-borgar. Það verður allt að gerast í Cleveland í kvöld.Hey Cleveland, @KingJames asked for an ice cream truck to make tomorrow even more fun. Free ice cream is coming – see you soon! #WonForAll pic.twitter.com/mndv7TsJtB— Blue_Bunny (@Blue_Bunny) October 24, 2016
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira