Sjúkraþjálfun styrkir heilsugæsluna Unnur Pétursdóttir skrifar 25. október 2016 00:00 Sjúkraþjálfun er verulega vannýtt úrræði í heilbrigðiskerfinu en gæti sparað háar upphæðir og aukið skilvirkni heilsugæslunnar. Víða erlendis er það þekkt að sjúkraþjálfarar starfa á heilsugæslustöðvum. Starf þeirra þar er einkum fólgið í fræðslu, ráðgjöf og móttöku skjólstæðinga með stoðkerfiseinkenni og lífstílssjúkdóma. Það er þekkt vandamál hversu erfitt er að komast að hjá heimilislæknum hér á landi og ekkert útlit er fyrir því að það lagist á næstunni. Almennt er talið að yfir helmingur heimsókna til heimilislækna hér á landi sé vegna stoðkerfiseinkenna. Þar sem stoðkerfismóttökur með sjúkraþjálfara í broddi fylkingar eru til staðar erlendis hefur aftur á móti náðst mikill árangur við að losa talsvert um ásetinn tíma heimilslæknanna. Nýlega urðu þær breytingar í heilsugæslunni hérlendis að sálfræðingar voru ráðnir inn á stöðvarnar og er það fagnaðarefni. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa alla tíð átt náið og gott samstarf og samstarf þeirra á heilsugæslustöðvum væri ákjósanlegt módel fyrir heilsugæsluna að þróa í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Á skal að ósi stemma, segir í máltækinu og ekki er vanþörf á að halda því á lofti þegar hugað er að heilbrigðiskerfinu. Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. Forvarnir, fræðslu og sjúkraþjálfun má stórefla í þessum tilgangi. Sé ráðamönnum alvara í því að efla heilsugæsluna þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og aðkoma fleiri heilbrigðisstétta innan hennar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfun er verulega vannýtt úrræði í heilbrigðiskerfinu en gæti sparað háar upphæðir og aukið skilvirkni heilsugæslunnar. Víða erlendis er það þekkt að sjúkraþjálfarar starfa á heilsugæslustöðvum. Starf þeirra þar er einkum fólgið í fræðslu, ráðgjöf og móttöku skjólstæðinga með stoðkerfiseinkenni og lífstílssjúkdóma. Það er þekkt vandamál hversu erfitt er að komast að hjá heimilislæknum hér á landi og ekkert útlit er fyrir því að það lagist á næstunni. Almennt er talið að yfir helmingur heimsókna til heimilislækna hér á landi sé vegna stoðkerfiseinkenna. Þar sem stoðkerfismóttökur með sjúkraþjálfara í broddi fylkingar eru til staðar erlendis hefur aftur á móti náðst mikill árangur við að losa talsvert um ásetinn tíma heimilslæknanna. Nýlega urðu þær breytingar í heilsugæslunni hérlendis að sálfræðingar voru ráðnir inn á stöðvarnar og er það fagnaðarefni. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa alla tíð átt náið og gott samstarf og samstarf þeirra á heilsugæslustöðvum væri ákjósanlegt módel fyrir heilsugæsluna að þróa í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Á skal að ósi stemma, segir í máltækinu og ekki er vanþörf á að halda því á lofti þegar hugað er að heilbrigðiskerfinu. Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. Forvarnir, fræðslu og sjúkraþjálfun má stórefla í þessum tilgangi. Sé ráðamönnum alvara í því að efla heilsugæsluna þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og aðkoma fleiri heilbrigðisstétta innan hennar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis.
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar