New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2016 19:45 Donald Trump í Delaware, Ohio. Vísir/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, er ekki þekktur fyrir að hafa taumhald á sjálfum sér og þá allra síst á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann lætur gjarnan vaða á súðum um bæði allt og ekkert. Nafntogaðir einstaklingar verða oft fyrir barðinu á Trump og bandaríska stórblaðið New York Times birti í dag tæmandi lista yfir allt og alla sem Trump hefur móðgað með hjálp Twitter frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt.Listinn nær yfir heila opnu í dagblaðinu en hingað til hefur listinn verið opinber á vefsíðu blaðsins. Alls eru 281 einstaklingur, staður eða hlutur á lista New York Times sem flokkaði einnig þá sem oftast hafa orðið fyrir barðinu á Trump. Andstæðingar hans í forvali Repúblikana eru þar ofarlega á lista, þeir Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush, John Kasich auk þess sem að Hillary Clinton hefur fengið að finna fyrir því með reglulegu millibili.The @NYTimes has printed a list of all of the people, places, & things that Trump has insulted on Twitter during the campaign. pic.twitter.com/bNb156aHY6— deray mckesson (@deray) October 24, 2016 Þá hafa Fox News, sjónvarpsþátturinn The View og verslunnin Macy's fengið að kenna á reiðileistri Trump. Vonir hans um að sigra í forsetakosningunum sem haldnar verða 8. nóvember næstkomandi hafa farið dvínandi og segja má að notkun Trump á Twitter hafi haft sitt að segja í minnkandi vinsældum auðkýfingsins umdeilda.Ber þar helst að nefna stríð hans gegn foreldrum og minningu hermannsins Humayun Khan fyrr í baráttunni. Foreldrar hans stigu á svið til stuðnings Clinton fyrr á árinu. Það fór ekki vel í Trump sem eyddi miklu púðri í að reyna að sverta minningu Khan, sem lést í Afganistan. Tíst hans um Alicia Machado, fyrrverandi Ungfrú alheim, þar sem hann hvatti fólk til þess að horfa á kynlífsmyndband með henni vöktu einnig ekki mikla lukku. Hefur Clinton nýtt sér þetta óspart í kosningabaráttunni og notað hvert tækifæri til þess að minna á að það sé ekki við hæfi að forseti Bandaríkjanna hagi sér á þann hátt sem tíst Trump beri vitni um.NYT prints a list of everything "Donald Trump has insulted on twitter since declaring his candidacy." It's a two page spread. pic.twitter.com/ZVqN5Qe9Di— Patrick W. Gavin (@pwgavin) October 24, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, er ekki þekktur fyrir að hafa taumhald á sjálfum sér og þá allra síst á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann lætur gjarnan vaða á súðum um bæði allt og ekkert. Nafntogaðir einstaklingar verða oft fyrir barðinu á Trump og bandaríska stórblaðið New York Times birti í dag tæmandi lista yfir allt og alla sem Trump hefur móðgað með hjálp Twitter frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt.Listinn nær yfir heila opnu í dagblaðinu en hingað til hefur listinn verið opinber á vefsíðu blaðsins. Alls eru 281 einstaklingur, staður eða hlutur á lista New York Times sem flokkaði einnig þá sem oftast hafa orðið fyrir barðinu á Trump. Andstæðingar hans í forvali Repúblikana eru þar ofarlega á lista, þeir Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush, John Kasich auk þess sem að Hillary Clinton hefur fengið að finna fyrir því með reglulegu millibili.The @NYTimes has printed a list of all of the people, places, & things that Trump has insulted on Twitter during the campaign. pic.twitter.com/bNb156aHY6— deray mckesson (@deray) October 24, 2016 Þá hafa Fox News, sjónvarpsþátturinn The View og verslunnin Macy's fengið að kenna á reiðileistri Trump. Vonir hans um að sigra í forsetakosningunum sem haldnar verða 8. nóvember næstkomandi hafa farið dvínandi og segja má að notkun Trump á Twitter hafi haft sitt að segja í minnkandi vinsældum auðkýfingsins umdeilda.Ber þar helst að nefna stríð hans gegn foreldrum og minningu hermannsins Humayun Khan fyrr í baráttunni. Foreldrar hans stigu á svið til stuðnings Clinton fyrr á árinu. Það fór ekki vel í Trump sem eyddi miklu púðri í að reyna að sverta minningu Khan, sem lést í Afganistan. Tíst hans um Alicia Machado, fyrrverandi Ungfrú alheim, þar sem hann hvatti fólk til þess að horfa á kynlífsmyndband með henni vöktu einnig ekki mikla lukku. Hefur Clinton nýtt sér þetta óspart í kosningabaráttunni og notað hvert tækifæri til þess að minna á að það sé ekki við hæfi að forseti Bandaríkjanna hagi sér á þann hátt sem tíst Trump beri vitni um.NYT prints a list of everything "Donald Trump has insulted on twitter since declaring his candidacy." It's a two page spread. pic.twitter.com/ZVqN5Qe9Di— Patrick W. Gavin (@pwgavin) October 24, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35
Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00
Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00