Spillingin heima er best Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. október 2016 07:00 Spillingin er ísmeygileg. Hún ryður sér til rúms án þess að þorri landsmanna taki eftir en er svo fyrr en varir orðin svo heimilisleg að fjöldi kjósanda getur ekki hugsað sér lífið án hennar. Hins vegar er spilling handan heimsála alltaf jafn heimskuleg. Hér á Spáni situr Francisco nokkur Correa á sakamannabekk og útskýrir fyrir dómurum og alþjóð hvernig hann malaði gull með Lýðflokknum (Partido Popular) fyrir nokkrum árum. Þetta samstarf var í raun mafíustarfsemi. Létu menn ekkert tækifæri ónotað til að ausa úr almannasjóðum inn á reikninga auðjöfursins og flokksins. Til dæmis greiddi héraðsstjórnin í Valencia formúur fyrir heimsókn Jóhannesar Páls páfa sem átti að hafa verið verðið á viðhöfninni. Helmingurinn fór hins vegar á svarta reikninga. Af þessum ljóta pening fengu svo flokksgæðingar svartar greiðslur eins og til dæmis Mariano Rajoy, forsætisráðherra og formaður flokksins, sem situr enn sem fastast. Hluti af afrekstrinum af þessu samstarfi fannst svo á 40 milljóna evra reikningi í Sviss, á nafni Barcenas, fjármálastjóra flokksins. Baltasar Garzón lögmanni, sem hóf rannsókn á þessu yfirvaxna spillingarmáli, hefur verið komið fyrir kattarnef og má nú ekki vinna lögmannsstörf á Spáni. Skemmst er frá því að segja að Lýðflokkurinn hefur unnið tvennar síðustu kosningar, sem haldnar hafa verið með stuttu millibili. Spánverjar spyrja mig oft um hrunið á Íslandi. Þá segi ég af einkavinavæðingu bankanna sem tveir flokkar stóðu fyrir, bankahruninu og því að þjóðin kaus þessa tvo flokka aftur til valda fjórum árum síðar, enda söknuður af svallinu mikill. Spánverjarnir verða alveg gapandi. Hafa bara ekki heyrt né séð aðra eins fásinnu. Enda bjálkinn í auganu stór.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun
Spillingin er ísmeygileg. Hún ryður sér til rúms án þess að þorri landsmanna taki eftir en er svo fyrr en varir orðin svo heimilisleg að fjöldi kjósanda getur ekki hugsað sér lífið án hennar. Hins vegar er spilling handan heimsála alltaf jafn heimskuleg. Hér á Spáni situr Francisco nokkur Correa á sakamannabekk og útskýrir fyrir dómurum og alþjóð hvernig hann malaði gull með Lýðflokknum (Partido Popular) fyrir nokkrum árum. Þetta samstarf var í raun mafíustarfsemi. Létu menn ekkert tækifæri ónotað til að ausa úr almannasjóðum inn á reikninga auðjöfursins og flokksins. Til dæmis greiddi héraðsstjórnin í Valencia formúur fyrir heimsókn Jóhannesar Páls páfa sem átti að hafa verið verðið á viðhöfninni. Helmingurinn fór hins vegar á svarta reikninga. Af þessum ljóta pening fengu svo flokksgæðingar svartar greiðslur eins og til dæmis Mariano Rajoy, forsætisráðherra og formaður flokksins, sem situr enn sem fastast. Hluti af afrekstrinum af þessu samstarfi fannst svo á 40 milljóna evra reikningi í Sviss, á nafni Barcenas, fjármálastjóra flokksins. Baltasar Garzón lögmanni, sem hóf rannsókn á þessu yfirvaxna spillingarmáli, hefur verið komið fyrir kattarnef og má nú ekki vinna lögmannsstörf á Spáni. Skemmst er frá því að segja að Lýðflokkurinn hefur unnið tvennar síðustu kosningar, sem haldnar hafa verið með stuttu millibili. Spánverjar spyrja mig oft um hrunið á Íslandi. Þá segi ég af einkavinavæðingu bankanna sem tveir flokkar stóðu fyrir, bankahruninu og því að þjóðin kaus þessa tvo flokka aftur til valda fjórum árum síðar, enda söknuður af svallinu mikill. Spánverjarnir verða alveg gapandi. Hafa bara ekki heyrt né séð aðra eins fásinnu. Enda bjálkinn í auganu stór.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun