Tófan leggst á landsmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2016 14:30 Nýtt myndband frá Tófunni. Pönksveitin Tófa hefur sent frá frá sér nýja breiðskífu, Teeth Richards – þá aðra á innan við ári – deiliskífuna Youdas, myndlistarrit og glænýtt tónlistarmyndband fyrir Iceland Airwaves hátíðina. Tófa er hjómsveit stofnuð af fimm vinum frá Reykjavík og Colorado. Hana skipa söngkonan Allie Doersch, Andri Freyr Þorgeirsson á bassa, Árni Þór Árnason á baritóngítar, Jóhannes Ólafsson á trommur og Kjartan Holm á gítar. Sveitin hefur starfað í rúm tvö ár en meðlimir hennar hafa leikið með hinum ýmsu hljómsveitum fyrir það, s.s. For a Minor Reflection, Rökkurró og Sigur Rós. Tónlist Tófu er villt, hrá og ljóðræn. Andrúmsloftið er kaótískt en sækir innblástur jafnt í 20. aldar bókmenntir og myrkari hliðar samtímans. Rétt eins skepnan sem hún heitir eftir er Tófa álitleg að sjá en þegar betur er að gáð er hún taumlaus og blóðþyrst. Fyrir Airwaves-hátíðina 2015 sendi Tófa frá sér sína fyrstu plötu, Fleetwood Max, sem vakti nokkra athygli í jaðartónlistarkreðsum. Nú, innan við ári seinna, hefur hún sent frá sér aðra breiðskífu, Teeth Richards, sem hægt er að sækja á Bandcamp-svæði hljómsveitarinnar þar sem hlustandinn ræður hvað hann borgar auk þess sem hægt er að streyma plötunni á öllum helstu veitum. Á Teeth Richards setur sveitin undir sig hausinn og ræðst á pönkgarðinn þar sem hann er hæstur. Þar eru hugmyndir sem spruttu fram á fyrri plötunni rannsakaðar og færðar út, auk þess sem elja lögð í að setja lögin saman á frumlegan og ferskan máta. Platan samanstendur af átta lögum sem tjá gremju, valdaleysi og heimshryggð ungmenna sem lifa og hrærast í Reykjavík en þó aldrei án þeirra skilaboða að nú skuli taka til sinna ráða, breyta og bæta samfélagið. Textarnir eru ljóðrænir og stundum óræðir, fullir af vísunum og femínisma. Tófa er með mörg járn í eldinum en auk Teeth Richards kemur út fyrir Airwaves-hátíðina sjö tommu deiliskífa (e. split) með bandarísku hljómsveitinni Deletions, glænýtt tónlistarmyndband og handgert myndlistarrit fullt af ýmsum varningi og tónlist í afar takmörkuðu upplagi. Deiliskífuna og myndlistaritið má finna í völdum plötuverslunum á næstu dögum. Myndbandið má sjá hér að neðan og það við lagið, You’re done, af fyrrnefndri deiliplötu og unnið af Tófu með hjálp vina og vandamanna. Áhugasamir geta séð Tófu á tónleikum í Airwaves-vikunni á eftirtöldum stöðum: Mánudag 31. október – 17:30 – Lucky Records Miðvikudag 2. nóvember – 18:00 – Kaffibarinn Fimmtudag 3. nóvember – 17:30 – Hitt Húsið (sérstakir jógatónleikar þar sem pönkið víkur fyrir sveimandi tónum) Fimmtudag 3. nóvember – 18:30 – 12 Tónar Föstudag 4. nóvember – 14:30 – Loft Hostel Föstudag 4. nóvember – 16:00 – Hlemmur Square Laugardagurinn 5. Nóvember 20:00 – Gaukurinn (on-venue) Airwaves Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Pönksveitin Tófa hefur sent frá frá sér nýja breiðskífu, Teeth Richards – þá aðra á innan við ári – deiliskífuna Youdas, myndlistarrit og glænýtt tónlistarmyndband fyrir Iceland Airwaves hátíðina. Tófa er hjómsveit stofnuð af fimm vinum frá Reykjavík og Colorado. Hana skipa söngkonan Allie Doersch, Andri Freyr Þorgeirsson á bassa, Árni Þór Árnason á baritóngítar, Jóhannes Ólafsson á trommur og Kjartan Holm á gítar. Sveitin hefur starfað í rúm tvö ár en meðlimir hennar hafa leikið með hinum ýmsu hljómsveitum fyrir það, s.s. For a Minor Reflection, Rökkurró og Sigur Rós. Tónlist Tófu er villt, hrá og ljóðræn. Andrúmsloftið er kaótískt en sækir innblástur jafnt í 20. aldar bókmenntir og myrkari hliðar samtímans. Rétt eins skepnan sem hún heitir eftir er Tófa álitleg að sjá en þegar betur er að gáð er hún taumlaus og blóðþyrst. Fyrir Airwaves-hátíðina 2015 sendi Tófa frá sér sína fyrstu plötu, Fleetwood Max, sem vakti nokkra athygli í jaðartónlistarkreðsum. Nú, innan við ári seinna, hefur hún sent frá sér aðra breiðskífu, Teeth Richards, sem hægt er að sækja á Bandcamp-svæði hljómsveitarinnar þar sem hlustandinn ræður hvað hann borgar auk þess sem hægt er að streyma plötunni á öllum helstu veitum. Á Teeth Richards setur sveitin undir sig hausinn og ræðst á pönkgarðinn þar sem hann er hæstur. Þar eru hugmyndir sem spruttu fram á fyrri plötunni rannsakaðar og færðar út, auk þess sem elja lögð í að setja lögin saman á frumlegan og ferskan máta. Platan samanstendur af átta lögum sem tjá gremju, valdaleysi og heimshryggð ungmenna sem lifa og hrærast í Reykjavík en þó aldrei án þeirra skilaboða að nú skuli taka til sinna ráða, breyta og bæta samfélagið. Textarnir eru ljóðrænir og stundum óræðir, fullir af vísunum og femínisma. Tófa er með mörg járn í eldinum en auk Teeth Richards kemur út fyrir Airwaves-hátíðina sjö tommu deiliskífa (e. split) með bandarísku hljómsveitinni Deletions, glænýtt tónlistarmyndband og handgert myndlistarrit fullt af ýmsum varningi og tónlist í afar takmörkuðu upplagi. Deiliskífuna og myndlistaritið má finna í völdum plötuverslunum á næstu dögum. Myndbandið má sjá hér að neðan og það við lagið, You’re done, af fyrrnefndri deiliplötu og unnið af Tófu með hjálp vina og vandamanna. Áhugasamir geta séð Tófu á tónleikum í Airwaves-vikunni á eftirtöldum stöðum: Mánudag 31. október – 17:30 – Lucky Records Miðvikudag 2. nóvember – 18:00 – Kaffibarinn Fimmtudag 3. nóvember – 17:30 – Hitt Húsið (sérstakir jógatónleikar þar sem pönkið víkur fyrir sveimandi tónum) Fimmtudag 3. nóvember – 18:30 – 12 Tónar Föstudag 4. nóvember – 14:30 – Loft Hostel Föstudag 4. nóvember – 16:00 – Hlemmur Square Laugardagurinn 5. Nóvember 20:00 – Gaukurinn (on-venue)
Airwaves Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira