Ætlar að höfða mál gegn konunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2016 20:45 Donald Trump í Gettysburg í dag. Vísir/Getty Donald Tump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, ætlar að höfða mál gegn öllum þeim konum sem hafa sakað hann um kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Á kosningafundi í dag kallaði hann þær lygara og sakaði Demókrataflokkinn um að hafa skipulagt ásakanirnar. Ræða Trump í dag átti að einblína á áætlun hans fyrir fyrstu hundrað dagana ef hann yrði forseti. Samkvæmt AP fréttaveitunni virtist Trump ekki ráða við sig og fór að tala um deiluefni sín við Hillary Clinton, mótframbjóðanda sinn, fjölmiðla og áðurnefndar konur. „Allir þessir lygarar verða lögsóttir eftir kosningarnar. Ég hlakka svo mikið til þess,“ sagði Trump. Tíu konur hafa stigið fram og sakað Trump um að káfa á sér og/eða kyssa. Þær gerðu það allar eftir að myndband frá árinu 2005 var birt í fjölmiðlum. Þar stærði Trump sig af því að kyssa konur og að hann gæti „gripið í píkurnar“ á þeim í skjóli frægðar sinnar. Hann sagði að konurnar hefðu ekki lagt fram neinar sannanir og sagði tilganginn einungis hafa verið að skaða framboð sitt til embættis forseta. Þá skammaðist Trump yfir því að fjölmiðlar hefðu gert konunum kleift að stíga fram án þess að skoða staðreyndirnar. Hann ítrekaði fyrri ummæli sín um að fjölmiðlar væru í einhvers konar baráttu gegn honum. Trump um konurnar og fjölmiðla.Trump sagði að ef hann yrði forseti myndi hann stöðva kaupa AT&T á Time Warner, og þar af leiðandi CNN, og jafnvel skoða það að slíta í sundur Comcast og NBC Universal sem sameinuðust árið 2013. Þrátt fyrir fjölmörg ummæli um árásir fjölmiðla gegn sér og að verið sé að svindla á honum hefur Trump ekki lagt fram neinar sannanir fyrir máli sínu samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Í ágúst sagði Forbes frá því að Donald Trump hefði ekki eytt einum dal í sjónvarpsauglýsingar á sama tíma og Hillary Clinton hafði eytt 52 milljónum. Þó hafði hann á þeim tímapunkti safnað 80 milljónum dala. Þau Gary Johnson og Jill Stein höfðu eytt 15 þúsund og 189 þúsund dölum. Rannsóknir hafa margsinnis sýnt fram á það að Trump hafi fengið mun meiri umfjöllun en aðrir frambjóðendur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Í byrjun september hafði Trump eytt 28 milljónum og Clinton 133. Forval Repúblikanaflokksins og demókrata stóð yfir í fyrra og í byrjun árs. Þegar því var lokið áætlaði New York Times að Trump hefði fengið umfjöllun sem væri um tveggja milljarða dala virði. Um síðustu mánaðamót áætlað Reuters að upphæðin væri komin í 4,6 milljarða.Fór yfir fyrstu hundrað dagana Í ræðu sinni í Gettysburg í dag hét Trump því að hann myndi fjarlægja takmarkanir á innlendri orkuframleiðslu í Bandaríkjunum, fara í aðgerðir gegn Kína fyrir að hafa áhrif á gengi dollarsins og endursemja Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Þá sagðist hann einnig ætla að setja á bann við fjölgun opinberra starfsmanna og að í stað allra nýrra reglugerða yrði að afnema tvær gamlar. Þá hét hann því að lágmarksrefsins ólöglegra innflytjenda sem hefðu áður verið fluttir úr landi yrði tveggja ára fangelsisvist.Helstu sex atriði áætlunar Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Gamalt lag Janet Jackson nýtur vaxandi vinsælda vegna orða Trumps Spotify tilkynnti um 250% aukningu lagsins Nasty eftir að Donald Trump kallaði Hillary Clinton "andstyggilega konu". 22. október 2016 11:23 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Donald Tump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, ætlar að höfða mál gegn öllum þeim konum sem hafa sakað hann um kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Á kosningafundi í dag kallaði hann þær lygara og sakaði Demókrataflokkinn um að hafa skipulagt ásakanirnar. Ræða Trump í dag átti að einblína á áætlun hans fyrir fyrstu hundrað dagana ef hann yrði forseti. Samkvæmt AP fréttaveitunni virtist Trump ekki ráða við sig og fór að tala um deiluefni sín við Hillary Clinton, mótframbjóðanda sinn, fjölmiðla og áðurnefndar konur. „Allir þessir lygarar verða lögsóttir eftir kosningarnar. Ég hlakka svo mikið til þess,“ sagði Trump. Tíu konur hafa stigið fram og sakað Trump um að káfa á sér og/eða kyssa. Þær gerðu það allar eftir að myndband frá árinu 2005 var birt í fjölmiðlum. Þar stærði Trump sig af því að kyssa konur og að hann gæti „gripið í píkurnar“ á þeim í skjóli frægðar sinnar. Hann sagði að konurnar hefðu ekki lagt fram neinar sannanir og sagði tilganginn einungis hafa verið að skaða framboð sitt til embættis forseta. Þá skammaðist Trump yfir því að fjölmiðlar hefðu gert konunum kleift að stíga fram án þess að skoða staðreyndirnar. Hann ítrekaði fyrri ummæli sín um að fjölmiðlar væru í einhvers konar baráttu gegn honum. Trump um konurnar og fjölmiðla.Trump sagði að ef hann yrði forseti myndi hann stöðva kaupa AT&T á Time Warner, og þar af leiðandi CNN, og jafnvel skoða það að slíta í sundur Comcast og NBC Universal sem sameinuðust árið 2013. Þrátt fyrir fjölmörg ummæli um árásir fjölmiðla gegn sér og að verið sé að svindla á honum hefur Trump ekki lagt fram neinar sannanir fyrir máli sínu samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Í ágúst sagði Forbes frá því að Donald Trump hefði ekki eytt einum dal í sjónvarpsauglýsingar á sama tíma og Hillary Clinton hafði eytt 52 milljónum. Þó hafði hann á þeim tímapunkti safnað 80 milljónum dala. Þau Gary Johnson og Jill Stein höfðu eytt 15 þúsund og 189 þúsund dölum. Rannsóknir hafa margsinnis sýnt fram á það að Trump hafi fengið mun meiri umfjöllun en aðrir frambjóðendur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Í byrjun september hafði Trump eytt 28 milljónum og Clinton 133. Forval Repúblikanaflokksins og demókrata stóð yfir í fyrra og í byrjun árs. Þegar því var lokið áætlaði New York Times að Trump hefði fengið umfjöllun sem væri um tveggja milljarða dala virði. Um síðustu mánaðamót áætlað Reuters að upphæðin væri komin í 4,6 milljarða.Fór yfir fyrstu hundrað dagana Í ræðu sinni í Gettysburg í dag hét Trump því að hann myndi fjarlægja takmarkanir á innlendri orkuframleiðslu í Bandaríkjunum, fara í aðgerðir gegn Kína fyrir að hafa áhrif á gengi dollarsins og endursemja Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Þá sagðist hann einnig ætla að setja á bann við fjölgun opinberra starfsmanna og að í stað allra nýrra reglugerða yrði að afnema tvær gamlar. Þá hét hann því að lágmarksrefsins ólöglegra innflytjenda sem hefðu áður verið fluttir úr landi yrði tveggja ára fangelsisvist.Helstu sex atriði áætlunar Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Gamalt lag Janet Jackson nýtur vaxandi vinsælda vegna orða Trumps Spotify tilkynnti um 250% aukningu lagsins Nasty eftir að Donald Trump kallaði Hillary Clinton "andstyggilega konu". 22. október 2016 11:23 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49
Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30
Gamalt lag Janet Jackson nýtur vaxandi vinsælda vegna orða Trumps Spotify tilkynnti um 250% aukningu lagsins Nasty eftir að Donald Trump kallaði Hillary Clinton "andstyggilega konu". 22. október 2016 11:23
Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00