Einar: Trúi því að leikurinn gegn Grindavík verði okkur ákveðinn lærdómur Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2016 21:42 Einar hvass í leikhlé í kvöld. vísir/ernir „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.” Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.”
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira