Stúdentar vilja þar veita frambjóðendum til Alþingiskosninga listrænt frelsi með því að senda fulltrúa sína í Stúdentakjallarann þar sem þeim gefst kostur á að koma kosningaboðskap á framfæri með óhefðbundnum hætti.
Valgerður Anna Einarsdóttir, betur þekkt sem Vala pepp, mun kynna dagskránna, halda frambjóðendum við efnið og passa að þeir verði ekki slegnir út af laginu.
Framsókn, Samfylking, Vinstri grænir, Píratar, Viðreisn, Dögun, Flokkur fólksins, Alþýðufylkingin, Björt framtíð, Sjálfstæðisflokkur og Húmanistar hafa allir staðfest að fulltrúar þeirra mæti. Vitað er að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mætir fyrir hönd síns flokks.