Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Snæfell 111-82 | Hólmarar enn án sigurs Guðmundur Steinarsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 20. október 2016 22:15 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. vísir/anton Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira