Brandarar, bolamyndir og almenn gleði eftir að Derrick Rose var sýknaður af hópnauðgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2016 12:00 Derrick Rose, lögmaður hans og einn kviðdómenda hress og kát eftir réttarhöldin í gær. mynd/twitter NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016 NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira