Bravo tekur tapið á sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2016 08:09 Serbneski dómarinn Milorad Masic sýnir Claudio Bravo rauða spjaldið. vísir/getty Claudio Bravo, markvörður Manchester City, tekur tap liðsins fyrir Barcelona á Nývangi gær á sig. Bravo varð á í messunni eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik þegar hann var rekinn af velli fyrir verja boltann með höndum fyrir utan vítateig. Þá var staðan 1-0, Barcelona í vil, en nokkrum mínútum eftir rauða spjaldið skoraði Lionel Messi annað mark sitt og annað mark Börsunga. Messi og Neymar bættu svo við mörkum áður en yfir lauk og fullkomnuðu 4-0 sigur Barcelona sem er með fullt hús stiga í C-riðli Meistaradeildar Evrópu. „Þetta breytti leiknum. Við vorum að spila vel, sköpuðum okkur færi en svona er fótboltinn,“ sagði Bravo um rauða spjaldið eftir leikinn í gær. „Þetta er leikur mistaka og réttra ákvarðana. Það var bara óheppni að ég skyldi breyta gangi leiksins. En svona er þetta. Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur og líta fram á veginn,“ bætti markvörðurinn við. Rauða spjaldið kom í kjölfar misheppnaðar sendingar Bravo fram völlinn. Þrátt fyrir mistök Sílemannsins sagðist Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man City, ekki ætla að breyta nálgun sinni að spila út frá markverði. „Ég mun spila boltanum fram völlinn frá markverði þar til ég hætti að þjálfa. Er við spilum vel þá er það af því spilið byrjar vel frá markverðinum,“ sagði Guardiola eftir leikinn en hann fékk Bravo til Man City frá Barcelona skömmu áður en félagaskiptaglugginn lokaði í haust. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Bestu markverðir heims að mati The Telegraph Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, er besti markvörður heims að mati The Telegraph. 19. október 2016 22:45 Guardiola mun aldrei hætta að spila boltanum frá markverði Hugmyndafræði Pep Guardiola, stjóra Man. City, fékk nokkurn skell á gamla heimavellinum hans í kvöld. 19. október 2016 21:34 Öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Atletico Madrid er í góðum málum í D-riðli eftir nauman útisigur gegn Rostov í kvöld. 19. október 2016 20:45 Messi eyðilagði heimkomu Guardiola Lionel Messi fór illa með sinn gamla læriföður, Pep Guardiola, er Guardiola mætti með Man. City á sinn gamla heimavöll, Camp Nou. 19. október 2016 21:00 Guardiola vildi fá Ter Stegen í sumar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar. 19. október 2016 09:15 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Claudio Bravo, markvörður Manchester City, tekur tap liðsins fyrir Barcelona á Nývangi gær á sig. Bravo varð á í messunni eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik þegar hann var rekinn af velli fyrir verja boltann með höndum fyrir utan vítateig. Þá var staðan 1-0, Barcelona í vil, en nokkrum mínútum eftir rauða spjaldið skoraði Lionel Messi annað mark sitt og annað mark Börsunga. Messi og Neymar bættu svo við mörkum áður en yfir lauk og fullkomnuðu 4-0 sigur Barcelona sem er með fullt hús stiga í C-riðli Meistaradeildar Evrópu. „Þetta breytti leiknum. Við vorum að spila vel, sköpuðum okkur færi en svona er fótboltinn,“ sagði Bravo um rauða spjaldið eftir leikinn í gær. „Þetta er leikur mistaka og réttra ákvarðana. Það var bara óheppni að ég skyldi breyta gangi leiksins. En svona er þetta. Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur og líta fram á veginn,“ bætti markvörðurinn við. Rauða spjaldið kom í kjölfar misheppnaðar sendingar Bravo fram völlinn. Þrátt fyrir mistök Sílemannsins sagðist Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man City, ekki ætla að breyta nálgun sinni að spila út frá markverði. „Ég mun spila boltanum fram völlinn frá markverði þar til ég hætti að þjálfa. Er við spilum vel þá er það af því spilið byrjar vel frá markverðinum,“ sagði Guardiola eftir leikinn en hann fékk Bravo til Man City frá Barcelona skömmu áður en félagaskiptaglugginn lokaði í haust.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Bestu markverðir heims að mati The Telegraph Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, er besti markvörður heims að mati The Telegraph. 19. október 2016 22:45 Guardiola mun aldrei hætta að spila boltanum frá markverði Hugmyndafræði Pep Guardiola, stjóra Man. City, fékk nokkurn skell á gamla heimavellinum hans í kvöld. 19. október 2016 21:34 Öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Atletico Madrid er í góðum málum í D-riðli eftir nauman útisigur gegn Rostov í kvöld. 19. október 2016 20:45 Messi eyðilagði heimkomu Guardiola Lionel Messi fór illa með sinn gamla læriföður, Pep Guardiola, er Guardiola mætti með Man. City á sinn gamla heimavöll, Camp Nou. 19. október 2016 21:00 Guardiola vildi fá Ter Stegen í sumar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar. 19. október 2016 09:15 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Bestu markverðir heims að mati The Telegraph Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, er besti markvörður heims að mati The Telegraph. 19. október 2016 22:45
Guardiola mun aldrei hætta að spila boltanum frá markverði Hugmyndafræði Pep Guardiola, stjóra Man. City, fékk nokkurn skell á gamla heimavellinum hans í kvöld. 19. október 2016 21:34
Öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Atletico Madrid er í góðum málum í D-riðli eftir nauman útisigur gegn Rostov í kvöld. 19. október 2016 20:45
Messi eyðilagði heimkomu Guardiola Lionel Messi fór illa með sinn gamla læriföður, Pep Guardiola, er Guardiola mætti með Man. City á sinn gamla heimavöll, Camp Nou. 19. október 2016 21:00
Guardiola vildi fá Ter Stegen í sumar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar. 19. október 2016 09:15