Joachim Löw er ekkert að fara að hætta sem þjálfari þýska landsliðsins í fótbolta. Það sannaðist enn frekar í dag þegar þýska knattspyrnusambandið greindi frá nýjum samningi landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi.
Löw hefur framlengt samning sinn um tvö ár eða til ársins 2020. Hann stýrir því þýska landsliðinu á næstu tveimur stórmótum, á HM 2018 og á EM 2020.
Joachim Löw er 56 ára gamall og hefur þjálfað þýska landsliðið í áratug eða síðan að hann tók við liðinu af Jürgen Klinsmann. Löw hafði áður verið aðstoðarmaður Klinsmann frá 2004 til 2006.
Samingur Löw átti að renna út eftir HM í Rússlandi 2018 þar sem hann og lærisveinar hans munu reyna að verja heimsmeistaratitil sinn frá því á HM í Brasilíu 2014.
Joachim Löw hefur stýrt þýska landsliðinu í 141 leik og liðið hefur unnið 94 þeirra og aðeins tapað 23. Í keppnisleikjum hefur þýska liðið unnið 67 af 86 leikjum undir hans stjórn eða 77,9 prósent leikjanna.
Evrópumótið í Frakklandi var fimmta stórmótið undir hans stjórn en þýska landsliðið hefur komist í undanúrslitin á öllum mótum hans sem þjálfari þýska landsliðsins sem og á eina móti hans sem aðstoðarþjálfari.
Joachim Löw fékk sitt fyrsta tækifæri sem þjálfari hjá Stuttgart á árunum 1996 til 1998 en hann hefur einnig þjálfað Fenerbahce í Tyrklandi sem og austurrísku liðin Austria Vín og Tirol Innsbruck svo eitthvað sé nefnt.
Joachim Löw framlengir til ársins 2020
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

