Hammarby og Norrköping skildu jöfn, 1-1, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arnór Smárason skoraði mark Hammarby á 45. mínútu en gestirnir frá Norrköping jöfnuðu metin á 78. mínútu.
Ögmundur Kristinsson varði mark Hammarby að vanda en landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson var ekki með vegna meiðsla. Vonast er til að hann verði klár fyrir landsleikinn gegn Króatíu í næsta mánuði.
Jón Guðni Fjóluson var ekki með Norrköping í leiknum en hann fékk rautt spjald í síðustu umferð og tók út leikbann.
Norrköping er með 57 stig í öðru sæti deildarinnar en liðið er aðeins búið að vinna einn af síðustu fimm leikjum sínum. AIK getur hirt annað sætið af Norrköping á morgun en það á leik til góða.
Hammarby sigli lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 39 stig en liðið er nú án sigurs í þremur leikjum í röð eftir að vinna þrjá í röð á undan því.
Þá kom Kristinn Steindórsson inn á undir lokin hjá Sundsvall sem tapaði, 2-0, á útivelli gegn Kalmar. Kristinn og félagar eru í 13. sæti af 16 liðum með 30 stig og eiga sæti sitt öruggt í deildinni á næstu leiktíð.
Arnór skoraði í Íslendingaslag
Tómas Þór Þórðarson skrifar
![Arnór Smárason skoraði.](https://www.visir.is/i/F145E0A498C02221B3508786A2F55E51A449F715E45A21E97A9A7E1A638F8DAE_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/08A462465EA210B15B96D539723A691F6C13EDA2C0D112FF4E1134A739005CBE_240x160.jpg)
Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn
![](/i/AADE95F2950662403E67E47B9B1D64CF0788D876AC7126D3959636EFD54033FC_240x160.jpg)
![](/i/4C8C56E3834C659BEB08EDC1C82A182FCA1E6C54432E33A8E907C15A79292E6C_240x160.jpg)
Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn
![](/i/CC3A461FAF00CE03C7519498363CBC0D54DCFDDA487925688DA7F39B887E1E3C_240x160.jpg)
![](/i/171C649C6B94C513D470E349CA292621CD014B64A5B939706AE517FE3260F71A_240x160.jpg)
![](/i/9B86C1EEC918BB4F077B220EB6C4EC58876D541E72B91B8A838D6C56D5C2704C_240x160.jpg)
![](/i/37F4ECEB77DA3389E52CF93ED6515D4C8CC3B7C0EDEDC07162B35C00D561C2E3_240x160.jpg)
![](/i/8A12ECE7182CADFF0C5D5DF1FBF34232FBD35D8C6FD985222F273704A5573E54_240x160.jpg)
![](/i/CE534EE4D9F6A91D496B11FF80748A581877E1E7F40738517CDA59C2FD15D587_240x160.jpg)
Valdi flottasta búning deildarinnar
Körfubolti
![](/i/F034ED7F79F34874940F06B8E28883567D07CB78D7E66E6ADE0E638E6260EE1F_240x160.jpg)