Björt framtíð hefur ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:40 „Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
„Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39
Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17
Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14