Nýir flokkar senuþjófar í kosningunum nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 12:00 „Þetta eru líklegast einhverjar merkilegustu kosningar sem við höfum farið í gegnum," sagði Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þórður Snær, ásamt Grétari Þór Eyþórssyni prófessor í stjórnmálafræði í Háskólanum á Akureyri voru viðmælendur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum sem er enn í loftinu.Nýir flokkar sækja í sig veðriðÞórður og Grétar telja niðurstöður þingkosninganna merkilegar fyrir margar sakir. Nýir flokkar hafa sótt í sig veðrið á meðan hinir rótgrónu flokkar Samfylkingar og Framsóknar hlutu sögulega lága kosningu. „Nýju flokkarnir eru umbótaflokkar og vilja fara aðrar leiðir en gömlu flokkarnir,“ sagði Þórður Snær og bætti við að sér þyki athyglisvert að þessir nýju flokkar boði jákvæðni og umbætur, ólíkt nýjum flokkum víða í Evrópu sem margir hverjir ala á ótta og útlendingahatri. Grétar nefnir í þessu samhengi gott gengi glænýs flokks, Viðreisnar, sem náði 10,5 prósenta fylgis á landsvísu og fær sjö þingmenn. Fáir flokkar hafa náð svo góðum árangri í fyrstu kosningum sínum en Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar náði einnig sjö þingmönnum þegar hann bauð fram í Alþingiskosningunum 1987.Allir þingmenn Samfylkingarinnar af landsbyggðinniÞórður Snær bendir á að mikill munur sé á fylgi flokkanna á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar. Stuðningur við Vinstri græn var mikill á höfuðborgarsvæðinu á meðan Samfylkingin náði ekki inn neinum þingmanni í kjördæmum Reykjavíkur og Kraganum. Að mati Grétars eru þessar niðurstöður merkilegar enda hefur Samfylkingin hingað til átt sitt höfuðvígi á Stór-Reykjavíkursvæðinu.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Mikið fylgi Pírata í könnunum óánægjufylgi Píratar mældust með mikið fylgi í skoðanakönnunum í vor og sumar og útlit var fyrir að flokkurinn ynni stórsigur í kosningunum. Á tímabili mældust Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar svipaðir að stærð en Sjálfstæðisflokkurinn jók við fylgi sitt í aðdraganda kosninga. Að lokum fór svo að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða en Píratar einungis 14,5. Aðspurðir að því hvers vegna dró úr stuðningi við Pírata vilja þeir Grétar og Þórður meina að ýmsir þættir hafi haft áhrif. Í fyrsta lagi nefna þeir þá staðreynd að ungt fólk mæti síður á kjörstað en markhópur Pírata hafi verið í yngra lagi. Þórður nefnir einnig að líkur hafi verið á að fylgi Pírata í kjölfar viðburða vorsins hafi verið óánægjufylgi. „Þetta fylgi dreifðist síðan á aðra flokka,“ segir Þórður en að hans mati hafi alltaf verið viðbúið að Píratar myndu ekki ná yfir þrjátíu prósenta fylgi.Flokkur fólksins sigurvegari B-deildarGrétar og Þórður eru sammála um að persónufylgi hafi verið áberandi í kosningunum. Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafi styrkt stöðu flokkanna á meðan forysta Oddnýjar G. Harðardóttur hafi ekki skilað Samfylkingunni tilætluðum árangri. Að mati Þórðar Snæs var árangur Flokks fólksins, með Ingu Sæland í forystu, athyglisverður. „Þeir eru breyta sem skiptir miklu máli í þessari niðurstöðu.“ Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Aldrei fleiri konur á þingi 30 konur munu sitja á Alþingi á næsta kjörtímabili. 30. október 2016 09:23 Fyrstu viðbrögð Pírata: „Við vinnum næst ef við vinnum ekki núna“ Flokkurinn er með um 12,4 prósenta fylgi þegar þetta er ritað. 29. október 2016 23:15 Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Þetta eru líklegast einhverjar merkilegustu kosningar sem við höfum farið í gegnum," sagði Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þórður Snær, ásamt Grétari Þór Eyþórssyni prófessor í stjórnmálafræði í Háskólanum á Akureyri voru viðmælendur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum sem er enn í loftinu.Nýir flokkar sækja í sig veðriðÞórður og Grétar telja niðurstöður þingkosninganna merkilegar fyrir margar sakir. Nýir flokkar hafa sótt í sig veðrið á meðan hinir rótgrónu flokkar Samfylkingar og Framsóknar hlutu sögulega lága kosningu. „Nýju flokkarnir eru umbótaflokkar og vilja fara aðrar leiðir en gömlu flokkarnir,“ sagði Þórður Snær og bætti við að sér þyki athyglisvert að þessir nýju flokkar boði jákvæðni og umbætur, ólíkt nýjum flokkum víða í Evrópu sem margir hverjir ala á ótta og útlendingahatri. Grétar nefnir í þessu samhengi gott gengi glænýs flokks, Viðreisnar, sem náði 10,5 prósenta fylgis á landsvísu og fær sjö þingmenn. Fáir flokkar hafa náð svo góðum árangri í fyrstu kosningum sínum en Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar náði einnig sjö þingmönnum þegar hann bauð fram í Alþingiskosningunum 1987.Allir þingmenn Samfylkingarinnar af landsbyggðinniÞórður Snær bendir á að mikill munur sé á fylgi flokkanna á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar. Stuðningur við Vinstri græn var mikill á höfuðborgarsvæðinu á meðan Samfylkingin náði ekki inn neinum þingmanni í kjördæmum Reykjavíkur og Kraganum. Að mati Grétars eru þessar niðurstöður merkilegar enda hefur Samfylkingin hingað til átt sitt höfuðvígi á Stór-Reykjavíkursvæðinu.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Mikið fylgi Pírata í könnunum óánægjufylgi Píratar mældust með mikið fylgi í skoðanakönnunum í vor og sumar og útlit var fyrir að flokkurinn ynni stórsigur í kosningunum. Á tímabili mældust Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar svipaðir að stærð en Sjálfstæðisflokkurinn jók við fylgi sitt í aðdraganda kosninga. Að lokum fór svo að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða en Píratar einungis 14,5. Aðspurðir að því hvers vegna dró úr stuðningi við Pírata vilja þeir Grétar og Þórður meina að ýmsir þættir hafi haft áhrif. Í fyrsta lagi nefna þeir þá staðreynd að ungt fólk mæti síður á kjörstað en markhópur Pírata hafi verið í yngra lagi. Þórður nefnir einnig að líkur hafi verið á að fylgi Pírata í kjölfar viðburða vorsins hafi verið óánægjufylgi. „Þetta fylgi dreifðist síðan á aðra flokka,“ segir Þórður en að hans mati hafi alltaf verið viðbúið að Píratar myndu ekki ná yfir þrjátíu prósenta fylgi.Flokkur fólksins sigurvegari B-deildarGrétar og Þórður eru sammála um að persónufylgi hafi verið áberandi í kosningunum. Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafi styrkt stöðu flokkanna á meðan forysta Oddnýjar G. Harðardóttur hafi ekki skilað Samfylkingunni tilætluðum árangri. Að mati Þórðar Snæs var árangur Flokks fólksins, með Ingu Sæland í forystu, athyglisverður. „Þeir eru breyta sem skiptir miklu máli í þessari niðurstöðu.“
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Aldrei fleiri konur á þingi 30 konur munu sitja á Alþingi á næsta kjörtímabili. 30. október 2016 09:23 Fyrstu viðbrögð Pírata: „Við vinnum næst ef við vinnum ekki núna“ Flokkurinn er með um 12,4 prósenta fylgi þegar þetta er ritað. 29. október 2016 23:15 Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28
Aldrei fleiri konur á þingi 30 konur munu sitja á Alþingi á næsta kjörtímabili. 30. október 2016 09:23
Fyrstu viðbrögð Pírata: „Við vinnum næst ef við vinnum ekki núna“ Flokkurinn er með um 12,4 prósenta fylgi þegar þetta er ritað. 29. október 2016 23:15
Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37