Ýmsir hafa velt fyrir sér merkingu fjólubláa litarins og er fjallað um hana á vef Vanity Fair. Þar kemur meðal annars fram að sveifluríkin svokölluðu eru gjarnan kölluð „fjólubláu ríkin“ þar sem það er jú erfitt að spá fyrir um það hvort þau verði rauð, fyrir Repúblikana, eða blá, fyrir Demókrata, en fjólublár er einmitt búinn til með rauðum og bláum.
Í ræðu sinni í dag var Clinton tíðrætt um mikilvægi þess að bandaríska þjóðin stæði saman og horfði til framtíðar en fjólublár táknar einmitt samstöðu og framþróun.
I love that @HillaryClinton was wearing purple for unity. That, paired with her message showed a whole, whole lot of grace.
— Hayley Waring (@haywaring) November 9, 2016
Aðrir sáu lit súffragettanna í litavali Clinton en hvítur, grænn og fjólublár eru litir fána súffragettanna.
.@HillaryClinton & Bill wearing purple women's suffrage colors at concession speech. #election2016
— Scott Shafer (@scottshafer) November 9, 2016
Ræðu Clinton má sjá hér að neðan en hún byrjar þegar um sex mínútur eru liðnar af myndbandinu.