Ánægður með viðbrögð dómaranefndar en vill að menn viðurkenni mistökin Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 15:00 Ísak Ernir Kristinsson dæmir með Sigmundi Má og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í staðinn á föstudaginn. vísir/anton brink Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30