Ánægður með viðbrögð dómaranefndar en vill að menn viðurkenni mistökin Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 15:00 Ísak Ernir Kristinsson dæmir með Sigmundi Má og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í staðinn á föstudaginn. vísir/anton brink Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30