Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2016 11:50 Á hverjum morgni í 65 ár hefur Ed Shepard, nú 93 ára, gengið til vinnu og opnað bensínþjónustustöð í Welch í McDowell sýslu í Vestur-Virginíu. Kjósendur í sýslunni voru upp til hópa yfirlýstir stuðningsmenn Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs en margir Íslendingar velta fyrir sér hvernig Trump fór að því að ná kjöri. Fjölmargir Íslendingar hafa numið í Bandaríkjunum og búið ytra. Stærstur hluti hefur búið í stórborgum, verið í háskóla og þekkir því aðallega til hámenntaðs fólks og þéttbýla. Þeirra samfélaga þar sem Hillary Clinton naut meiri stuðnings en Trump. Allt önnur staða eru uppi á teningnum í dreifbýlum og sveitum þar sem tækifæri til menntunar eru minni og fátækt sömuleiðis meiri.Nánari útskýringar á því hvernig Trump náði kjöri má lesa hér. Fréttateymi Guardian heimsótti McDowell sýslu sem hefur glímt við fátækt í lengri tíma, með það fyrir augum að fá svör við spurningunni hvers vegna íbúum sýslunnar líst svo vel á Donald Trump. Óhætt er að segja að bærinn Welch megi muna sinn fífil fegurri en á sínum tíma iðaði allt af lífi og rekstur fyrirtækja og verslana af ýmsum toga gekk afar vel. „Það er alveg sama hvað þig vantaði eða þurftir, það var hægt að kaupa allt í Welch,“ segir Shepard. Ótrúleg fullyrðing miðað við stöðu mála þar í dag.Litla New York Bærinn var kallaður „Litla New York“ af heimamönnum en nú eru verslunarrými tóm og hús að grotna niður. Shepard var vanur því að fara með peninga í bankann á hverjum mánudegi, oft töluverðar upphæðir, en hefur ekki farið í bankann í fjögur til fimm ár. Ástæðan er sú að enginn hefur verslað við hann allan þann tíma.Um 100 þúsund manns bjuggu í sýslunni árið 1950 en íbúar í dag eru tæplega 20 þúsund. Reiknað er með því að íbúum muni fækka um eitt prósent á ári næstu ár.Í spilaranum að ofan má sjá fréttaskýringu Guardian þar sem íbúar í sýslunni voru teknir tali í aðdraganda kosninganna. Það skýrir mögulega fyrir einhverjum ástæður þess að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna, eitthvað sem stór hluti Íslendinga klórar sér í hausnum yfir í dag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Á hverjum morgni í 65 ár hefur Ed Shepard, nú 93 ára, gengið til vinnu og opnað bensínþjónustustöð í Welch í McDowell sýslu í Vestur-Virginíu. Kjósendur í sýslunni voru upp til hópa yfirlýstir stuðningsmenn Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs en margir Íslendingar velta fyrir sér hvernig Trump fór að því að ná kjöri. Fjölmargir Íslendingar hafa numið í Bandaríkjunum og búið ytra. Stærstur hluti hefur búið í stórborgum, verið í háskóla og þekkir því aðallega til hámenntaðs fólks og þéttbýla. Þeirra samfélaga þar sem Hillary Clinton naut meiri stuðnings en Trump. Allt önnur staða eru uppi á teningnum í dreifbýlum og sveitum þar sem tækifæri til menntunar eru minni og fátækt sömuleiðis meiri.Nánari útskýringar á því hvernig Trump náði kjöri má lesa hér. Fréttateymi Guardian heimsótti McDowell sýslu sem hefur glímt við fátækt í lengri tíma, með það fyrir augum að fá svör við spurningunni hvers vegna íbúum sýslunnar líst svo vel á Donald Trump. Óhætt er að segja að bærinn Welch megi muna sinn fífil fegurri en á sínum tíma iðaði allt af lífi og rekstur fyrirtækja og verslana af ýmsum toga gekk afar vel. „Það er alveg sama hvað þig vantaði eða þurftir, það var hægt að kaupa allt í Welch,“ segir Shepard. Ótrúleg fullyrðing miðað við stöðu mála þar í dag.Litla New York Bærinn var kallaður „Litla New York“ af heimamönnum en nú eru verslunarrými tóm og hús að grotna niður. Shepard var vanur því að fara með peninga í bankann á hverjum mánudegi, oft töluverðar upphæðir, en hefur ekki farið í bankann í fjögur til fimm ár. Ástæðan er sú að enginn hefur verslað við hann allan þann tíma.Um 100 þúsund manns bjuggu í sýslunni árið 1950 en íbúar í dag eru tæplega 20 þúsund. Reiknað er með því að íbúum muni fækka um eitt prósent á ári næstu ár.Í spilaranum að ofan má sjá fréttaskýringu Guardian þar sem íbúar í sýslunni voru teknir tali í aðdraganda kosninganna. Það skýrir mögulega fyrir einhverjum ástæður þess að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna, eitthvað sem stór hluti Íslendinga klórar sér í hausnum yfir í dag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43