Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 11:30 Ísak Ernir Kristinsson er einn besti dómarinn í Domino's-deildinni. vísir/anton brink Ísak Ernir Kristinsson, einn af bestu dómurum Domino's-deildar karla í körfubolta, hefur verið færður af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á föstudagskvöldið. Ísak Ernir var einn þriggja dómara í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunndagskvöldið þar sem hann fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum. Þrátt fyrir að vera mjög vel staðsettur dæmdi hann ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, þegar hann steig á hliðarlínuna er hann gaf stoðsendinguna á Lewis Clinch sem skoraði sigurkörfu leiksins. Stjörnumenn trylltust og fékk Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, tæknivillu fyrir að mótmæla ákvörðun Ísaks um að dæma ekki innkast sem Stjarnan hefði þá fengið.„Við erum alltaf að færa dómara til. Það er hreyfing á mönnum í hverri viku. Það var meira að segja meiri hreyfing á mönnum fyrir síðustu leikviku,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, við Vísi aðspurður um ástæðu þess að Ísak var tekinn af leiknum. Í staðinn fyrir að dæma leik Þórs Þ. og Stjörnunnar verður Ísak í frábæru þriggja manna teymi með Sigmundi Má Herbertssyni og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í leik Hauka og ÍR sem er hinn leikurinn á föstudaginn. „Það geta verið allskonar ástæður fyrir því að við þurfum að hreyfa menn til þó það sé búið að bóka menn að leiki. Það geta komið upp meiðsli og annað,“ segir Rúnar Birgir. Aðspurður beint hvort ástæðan sé ekki að ótækt hafi verið að láta Ísak Erni dæma leik hjá Stjörnunni aðeins fimm dögum eftir bikarklúðrið segir dómarastjórinn: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45 á föstudagskvöldið en sjötta umferðin verður svo gerð upp í Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leik eða klukkan 22.00. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, einn af bestu dómurum Domino's-deildar karla í körfubolta, hefur verið færður af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á föstudagskvöldið. Ísak Ernir var einn þriggja dómara í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunndagskvöldið þar sem hann fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum. Þrátt fyrir að vera mjög vel staðsettur dæmdi hann ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, þegar hann steig á hliðarlínuna er hann gaf stoðsendinguna á Lewis Clinch sem skoraði sigurkörfu leiksins. Stjörnumenn trylltust og fékk Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, tæknivillu fyrir að mótmæla ákvörðun Ísaks um að dæma ekki innkast sem Stjarnan hefði þá fengið.„Við erum alltaf að færa dómara til. Það er hreyfing á mönnum í hverri viku. Það var meira að segja meiri hreyfing á mönnum fyrir síðustu leikviku,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, við Vísi aðspurður um ástæðu þess að Ísak var tekinn af leiknum. Í staðinn fyrir að dæma leik Þórs Þ. og Stjörnunnar verður Ísak í frábæru þriggja manna teymi með Sigmundi Má Herbertssyni og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í leik Hauka og ÍR sem er hinn leikurinn á föstudaginn. „Það geta verið allskonar ástæður fyrir því að við þurfum að hreyfa menn til þó það sé búið að bóka menn að leiki. Það geta komið upp meiðsli og annað,“ segir Rúnar Birgir. Aðspurður beint hvort ástæðan sé ekki að ótækt hafi verið að láta Ísak Erni dæma leik hjá Stjörnunni aðeins fimm dögum eftir bikarklúðrið segir dómarastjórinn: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45 á föstudagskvöldið en sjötta umferðin verður svo gerð upp í Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leik eða klukkan 22.00.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15