Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2016 10:43 Árni Sam fagnar sigri Trumps og notar tækifærið og sendir fjölmiðlum og stuðningsfólki Hillary glósur í leiðinni. Árni Samúelsson bíókóngur hjá SAM-bíóunum var meðal stuðningsmanna Trumps og fagnar hann sigri Donald Trumps í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum innilega á síðu sinni. Árni notar tækifærið og sendir fjölmiðlum og stuðningsfólki Hillary Clinton glósur í leiðinni. Árni var staddur úti í Bandaríkjunum meðan kosningarnar stóðu yfir, hann var á kvikmyndahátíð í L.A. þegar Vísir falaðist eftir stuttu viðtali við hann í gær. En, hann hefur fagnað sigri Trumps með nokkrum færslum og myndum á Facebooksíðu sinni.Árni Samúelsson telur vert að setja ofan í við þá sem honum þótti fara offari í kosningunum. Og helst á honum að skilja að niðurstaðan sé makleg.Í einni þeirra segir: „Trump að verða forseti Bandaríkjanna. Hér eru ruglaðir aðdáendur Hillary,“ skrifar Árni og birtir mynd af miður stuðningsmönnum Hillary Clinton sem eru augljóslega í talsverðu uppnámi. Árni bætir við: „Vísir.is hver hjá ykkur gengur með veggjum núna“ og er óvíst hvað hann meinar nákvæmlega með þeim orðum en hann er væntanlega að vísa til umfjöllunar Vísis í gær þess efnis að vandkvæðum sé bundið að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trumps á Íslandi. „Og mbl.is hefði nú ekki verið betra að vera hlutlausir í ykkar fréttaflutningi,“ er jafnframt spurning sem Árni slær fram á Facebookvegg sínum, sigri hrósandi.Guð hjálpi okkur En, þeir eru ekki margir sem eru á línu Árna þó þá megi finna ef að er gáð. En, sé skautað yfir Facebook ríkir þar heilt yfir verulegt uppnám vegna sigurs Donalds Trumps með fáeinum undantekningum. Fólki upp til hópa virðist illa brugðið. Hér eru fáein dæmi af fullkomnu handahófi, en þetta má heita til marks um tóninn í mannskapnum almennt:Tobba tilheyrir miklum meirihluta þeirra sem er illa brugðið: Hvernig í andskotanum gat þetta gerst?vísir/antonTobba Marinósdóttir athafnakona segir: „Ég er á leið til Bandaríkjanna í dag. Ég missti allan áhuga eftir kosningarnar í nótt. Hvernig í andskotanum gat þetta gerst!“ Tobbu er ekki skemmt en sumir reyna að krafla sig í gegnum vonbrigðin með háðskum húmor. Þannig segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona: „Er ekki við hæfi að fá sér vodka í morgunmat? Og já, taka aftur upp reykingar.“ Og Felix Bergsson fjölmiðlamaður segir: „Hvað næst? Bobby Ewing kemur úr sturtunni?“ Páll Valsson útgefandi er með böggum hildar: „Frekar fáfróðan rudda og lýðskrumara en hæfustu konuna ...“ og þannig má lengi áfram telja. Lilja Sigurlína Pálmadóttir athafnakona talar á einkennandi nótum þegar hún segir: „Guð hjálpi okkur“. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Árni Samúelsson bíókóngur hjá SAM-bíóunum var meðal stuðningsmanna Trumps og fagnar hann sigri Donald Trumps í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum innilega á síðu sinni. Árni notar tækifærið og sendir fjölmiðlum og stuðningsfólki Hillary Clinton glósur í leiðinni. Árni var staddur úti í Bandaríkjunum meðan kosningarnar stóðu yfir, hann var á kvikmyndahátíð í L.A. þegar Vísir falaðist eftir stuttu viðtali við hann í gær. En, hann hefur fagnað sigri Trumps með nokkrum færslum og myndum á Facebooksíðu sinni.Árni Samúelsson telur vert að setja ofan í við þá sem honum þótti fara offari í kosningunum. Og helst á honum að skilja að niðurstaðan sé makleg.Í einni þeirra segir: „Trump að verða forseti Bandaríkjanna. Hér eru ruglaðir aðdáendur Hillary,“ skrifar Árni og birtir mynd af miður stuðningsmönnum Hillary Clinton sem eru augljóslega í talsverðu uppnámi. Árni bætir við: „Vísir.is hver hjá ykkur gengur með veggjum núna“ og er óvíst hvað hann meinar nákvæmlega með þeim orðum en hann er væntanlega að vísa til umfjöllunar Vísis í gær þess efnis að vandkvæðum sé bundið að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trumps á Íslandi. „Og mbl.is hefði nú ekki verið betra að vera hlutlausir í ykkar fréttaflutningi,“ er jafnframt spurning sem Árni slær fram á Facebookvegg sínum, sigri hrósandi.Guð hjálpi okkur En, þeir eru ekki margir sem eru á línu Árna þó þá megi finna ef að er gáð. En, sé skautað yfir Facebook ríkir þar heilt yfir verulegt uppnám vegna sigurs Donalds Trumps með fáeinum undantekningum. Fólki upp til hópa virðist illa brugðið. Hér eru fáein dæmi af fullkomnu handahófi, en þetta má heita til marks um tóninn í mannskapnum almennt:Tobba tilheyrir miklum meirihluta þeirra sem er illa brugðið: Hvernig í andskotanum gat þetta gerst?vísir/antonTobba Marinósdóttir athafnakona segir: „Ég er á leið til Bandaríkjanna í dag. Ég missti allan áhuga eftir kosningarnar í nótt. Hvernig í andskotanum gat þetta gerst!“ Tobbu er ekki skemmt en sumir reyna að krafla sig í gegnum vonbrigðin með háðskum húmor. Þannig segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona: „Er ekki við hæfi að fá sér vodka í morgunmat? Og já, taka aftur upp reykingar.“ Og Felix Bergsson fjölmiðlamaður segir: „Hvað næst? Bobby Ewing kemur úr sturtunni?“ Páll Valsson útgefandi er með böggum hildar: „Frekar fáfróðan rudda og lýðskrumara en hæfustu konuna ...“ og þannig má lengi áfram telja. Lilja Sigurlína Pálmadóttir athafnakona talar á einkennandi nótum þegar hún segir: „Guð hjálpi okkur“.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56
Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40