Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2016 07:30 Donald Trump verður 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. Hann vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna. Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var. Trump hefur nú tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. Meðal þess sem að Trump hefur heitið því að gera á fyrstu dögum sínum í starfi er að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka Hillary Clinton, að afnema heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, afnema kjarnorkusamninginn við Íran, semja á nýtt um viðskiptasamninga við önnur ríki og reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. Í sigurræðu sinni þakkaði Trump Hillary Clinton fyrir ötult starf í þágu Bandaríkjamanna um árabil og sagði hana hafa barist hart í kosningabaráttunni. Hann kallaði eftir einingu innan Bandaríkjanna og sagðist ætla að vera forseti allra íbúa Bandaríkjanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu héðan frá ekki sætta sig við neitt annað en það besta. Bandaríkin myndu eiga í góðu sambandi við aðrar þjóðir og þrátt fyrir að Trump myndi hafa hag Bandaríkjanna fyrst og fremst í huga, myndi hann koma fram við önnur ríki af sanngirni. Velgengni Trump í kosningunum hefur valdið miklum usla á mörkuðum um allan heim. Þegar Trump tekur við völdum á næsta ári munu repúblikanar vera við stjórnvölin í Hvíta húsinu og í báðum deildum þingsins. Þrátt fyrir sigur Trump er mjög líklegt að þegar öll atkvæði hafa verið talin mun Hillary Clinton hafa hlotið meirihluta atkvæða í Bandaríkjunum, en færri kjörmenn. Undir lok talningarinnar voru nokkur mikilvæg ríki þar sem talningin stóð sem lengst yfir var munurinn á milli frambjóðenda mjög lítill. Framboð Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún muni ekki tjá sig um kosningarnar að svo stöddu. Hins vegar er hún sögð hafa hringt í Donald Trump og óskað honum til hamingju.
Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. Hann vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna. Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var. Trump hefur nú tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. Meðal þess sem að Trump hefur heitið því að gera á fyrstu dögum sínum í starfi er að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka Hillary Clinton, að afnema heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, afnema kjarnorkusamninginn við Íran, semja á nýtt um viðskiptasamninga við önnur ríki og reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. Í sigurræðu sinni þakkaði Trump Hillary Clinton fyrir ötult starf í þágu Bandaríkjamanna um árabil og sagði hana hafa barist hart í kosningabaráttunni. Hann kallaði eftir einingu innan Bandaríkjanna og sagðist ætla að vera forseti allra íbúa Bandaríkjanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu héðan frá ekki sætta sig við neitt annað en það besta. Bandaríkin myndu eiga í góðu sambandi við aðrar þjóðir og þrátt fyrir að Trump myndi hafa hag Bandaríkjanna fyrst og fremst í huga, myndi hann koma fram við önnur ríki af sanngirni. Velgengni Trump í kosningunum hefur valdið miklum usla á mörkuðum um allan heim. Þegar Trump tekur við völdum á næsta ári munu repúblikanar vera við stjórnvölin í Hvíta húsinu og í báðum deildum þingsins. Þrátt fyrir sigur Trump er mjög líklegt að þegar öll atkvæði hafa verið talin mun Hillary Clinton hafa hlotið meirihluta atkvæða í Bandaríkjunum, en færri kjörmenn. Undir lok talningarinnar voru nokkur mikilvæg ríki þar sem talningin stóð sem lengst yfir var munurinn á milli frambjóðenda mjög lítill. Framboð Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún muni ekki tjá sig um kosningarnar að svo stöddu. Hins vegar er hún sögð hafa hringt í Donald Trump og óskað honum til hamingju.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira