Ingibjörg Haraldsdóttir látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2016 14:56 Ingibjörg lætur eftir sig tvö börn, Hilmar Ramos þýðanda og Kristínu Eiríksddóttur skáld, og þrjú barnabörn. Vísir/GVA Látin er Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld og þýðandi. Hún varð 74 ára. Ingibjörg nam kvikmyndagerð í Moskvu á árunum 1963-70 og bjó og starfaði í Havana á Kúbu að því loknu fram til 1975. Fyrsta ljóðabók hennar kom út árið 1974 en Ingibjörg helgaði líf sitt skriftum eftir að hún flutti heim. Eftir hana liggja fimm ljóðabækur og tvö ljóðasöfn, auk þess sem hún gaf út endurminningar sínar í bókinni Veruleiki draumanna árið 2007. Ingibjörg var afkastamikill þýðandi úr rússnesku, spænsku og fleiri málum. Hún þýddi helstu stórvirki rússnesku skáldanna Fjodors Dostojevskí og Mikhails Búlgakov, leikrit Tsjekov og Túrgenév og fleiri, auk ljóða rússneskra, sænskra, kúbanskra og annarra skálda í Rómönsku Ameríku. Ingibjörgu hlotnaðist margháttuð viðurkenning fyrir ritstörf sín. Ljóð hennar hafa verið þýdd á mörg tungumál og fyrir síðustu ljóðabók sína, Hvar sem ég verð, hlaut hún íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002, auk þess sem bókin var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands. Fyrir þýðingar sínar hlaut hún meðal annars íslensku þýðingarverðlaunin og menningarverðlaun DV. Ingibjörg lætur eftir sig tvö börn, Hilmar Ramos þýðanda og Kristínu Eiríksdóttur skáld, og þrjú barnabörn. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Látin er Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld og þýðandi. Hún varð 74 ára. Ingibjörg nam kvikmyndagerð í Moskvu á árunum 1963-70 og bjó og starfaði í Havana á Kúbu að því loknu fram til 1975. Fyrsta ljóðabók hennar kom út árið 1974 en Ingibjörg helgaði líf sitt skriftum eftir að hún flutti heim. Eftir hana liggja fimm ljóðabækur og tvö ljóðasöfn, auk þess sem hún gaf út endurminningar sínar í bókinni Veruleiki draumanna árið 2007. Ingibjörg var afkastamikill þýðandi úr rússnesku, spænsku og fleiri málum. Hún þýddi helstu stórvirki rússnesku skáldanna Fjodors Dostojevskí og Mikhails Búlgakov, leikrit Tsjekov og Túrgenév og fleiri, auk ljóða rússneskra, sænskra, kúbanskra og annarra skálda í Rómönsku Ameríku. Ingibjörgu hlotnaðist margháttuð viðurkenning fyrir ritstörf sín. Ljóð hennar hafa verið þýdd á mörg tungumál og fyrir síðustu ljóðabók sína, Hvar sem ég verð, hlaut hún íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002, auk þess sem bókin var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands. Fyrir þýðingar sínar hlaut hún meðal annars íslensku þýðingarverðlaunin og menningarverðlaun DV. Ingibjörg lætur eftir sig tvö börn, Hilmar Ramos þýðanda og Kristínu Eiríksdóttur skáld, og þrjú barnabörn.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira