Mataræði getur skipt sköpum Vera Einarsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 14:45 Þórunn er sannfærð um að mataræði hafi mikið að segja þegar kemur að myndun hinna ýmsu sjúkdóma. MYND/GVA Þórunn Steinsdóttir og Unnur Guðrún Pálsdóttir, eða Lukka eins og hún er kölluð, gáfu út matreiðslubókina Máttur matarins í síðustu viku en báðar eru þekktar fyrir áhuga sinn á samspili mataræðis og heilsu. Í bókinni er fjallað um mat sem styrkir heilsuna og það hvernig matur getur átt þátt í að halda sjúkdómum frá og í skefjum. Lögfræðingurinn Þórunn Steinsdóttir hafði lengi gengið með bókina í maganum. Hún hélt um tíma úti samnefndu bloggi þar sem hún fjallaði um hvernig hægt væri að nota mat sem forvörn gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum. „Mig langaði að pakka þeim fróðleik saman í bók en eftir að hafa velkst með þá hugmynd í nokkur ár áttaði ég mig á því að hún yrði líklega ekki að veruleika nema ég fengi mjög góða manneskju í lið með mér. Ég vissi af Lukku, sem rekur heilsuveitingastaðinn Happ, og að hún hefði lengi verið í svipuðum hugleiðingum. Ég setti mig því í samband við hana og hún tók vel í hugmyndina,“ útskýrir Þórunn. Hún segir töluvert um krabbamein í sinni fjölskyldu. „Ungt fólk upplifir sig oft því sem næst ódauðlegt en þegar ég varð ófrísk fór ég að velta þessu fyrir mér, eins og oft gerist þegar börn koma til. Ég var meðvituð um genin mín en fannst ég hljóta að geta haft einhver áhrif á þróun mála. Ég fór því að lesa mig til um allskyns umhverfisþætti. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mat og matargerð og þó ég viti að hreyfing og andleg heilsa skipti máli varð maturinn minn fókus.“ Þórunn byrjaði að blogga þegar hún var í fæðingarorlofi og fékk bloggið talsverðan lestur. Á svipuðum tíma var Lukka iðin við halda upplýsingum um tengsl mataræðis og myndun sjúkdóma að fólki en báðar hafa þær haldið vel sótta fyrirlestra hjá Krabbameinsfélaginu svo dæmi séu nefnd. Þórunn hafði sambandi við Lukku í byrjun árs 2013 og hófust þær þá handa við bókarsmíðina. Efnið er þeim báðum hugleikið og ákváðu þær því að gefa sér góðan tíma og vanda vel til verka. „Þetta er eina bókin sem ég hef í hyggju að gefa út. Þetta er einfaldlega efni sem hefur brunnið á mér og mig langaði að koma vel frá mér. Mér lá því ekkert á,“ útskýrir Þórunn.Bókinni er stillt upp út frá virkninni í matnum og hvað það er í honum sem gerir gott. Hún hefst á talsverðum fróðleik um tengsl mataræðis við myndun krabbameins og annarra sjúkdóma og byggir hann á vitneskju sem Þórunn og Lukka hafa viðað að sér um efnið ásamt upplýsingum frá læknum og öðru fagfólki. Bókinni er svo skipt upp í fjóra meginkafla en þeir eru; litríkur matur, kryddaður matur, trefjaríkur matur og góð fita en í hverjum flokki er að finna fjölda aðgengilegra og hollra uppskrifta sem henta allri fjölskyldunni. „Við reyndum að leggja áherslu á það sem gerir gott í stað þess að vera með boð og bönn þó vissulega sé komið inn á fæðu sem þykir óæskilegri en önnur,“ segir Þórunn og nefnir meðal annars bólguhvetjandi fitu, mjólkurvörur og sykur. „Við erum þó fyrst og fremst að kalla eftir því að fólk horfi á hvað það er í matnum sem nærir.“ Sjálf borðar Þórunn svipaðan mat og lýst er í bókinni. Hún leggur áherslu á litríkan mat og velur krydd sem hafa góða virkni. Hún borðar mikið af trefjum og passar sig á sætunni. Hún segir hvern og einn taka fjölda ákvarðana á degi hverjum sem móta lífið og hafi áhrif á heilsuna nú og til framtíðar. „Ein mikilvægasta forvörnin gegn sjúkdómum er að koma sér upp góðum lífsvenjum. Ég vona að bókin komi að góðum notum við það,“ segir Þórunn og gefur uppskrift úr bókinni.Grænn hristingur fyrir 21/3 ferskur ananas2 sellerístilkar3 cm bútur af ferskum engifer1 límóna afhýdd,1 stór lúka spínat1/2 tsk. matcha te1 msk. hampfræ eða -duft3 mjúkar döðlurríflega 1 dl frosið mangó Setjið ananas, sellerí, engifer og límónu í gegnum safapressu. Hellið safanum í blandara og blandið afganginum af hráefninu vel saman við. Drekkið með bros á vör. Matur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Þórunn Steinsdóttir og Unnur Guðrún Pálsdóttir, eða Lukka eins og hún er kölluð, gáfu út matreiðslubókina Máttur matarins í síðustu viku en báðar eru þekktar fyrir áhuga sinn á samspili mataræðis og heilsu. Í bókinni er fjallað um mat sem styrkir heilsuna og það hvernig matur getur átt þátt í að halda sjúkdómum frá og í skefjum. Lögfræðingurinn Þórunn Steinsdóttir hafði lengi gengið með bókina í maganum. Hún hélt um tíma úti samnefndu bloggi þar sem hún fjallaði um hvernig hægt væri að nota mat sem forvörn gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum. „Mig langaði að pakka þeim fróðleik saman í bók en eftir að hafa velkst með þá hugmynd í nokkur ár áttaði ég mig á því að hún yrði líklega ekki að veruleika nema ég fengi mjög góða manneskju í lið með mér. Ég vissi af Lukku, sem rekur heilsuveitingastaðinn Happ, og að hún hefði lengi verið í svipuðum hugleiðingum. Ég setti mig því í samband við hana og hún tók vel í hugmyndina,“ útskýrir Þórunn. Hún segir töluvert um krabbamein í sinni fjölskyldu. „Ungt fólk upplifir sig oft því sem næst ódauðlegt en þegar ég varð ófrísk fór ég að velta þessu fyrir mér, eins og oft gerist þegar börn koma til. Ég var meðvituð um genin mín en fannst ég hljóta að geta haft einhver áhrif á þróun mála. Ég fór því að lesa mig til um allskyns umhverfisþætti. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mat og matargerð og þó ég viti að hreyfing og andleg heilsa skipti máli varð maturinn minn fókus.“ Þórunn byrjaði að blogga þegar hún var í fæðingarorlofi og fékk bloggið talsverðan lestur. Á svipuðum tíma var Lukka iðin við halda upplýsingum um tengsl mataræðis og myndun sjúkdóma að fólki en báðar hafa þær haldið vel sótta fyrirlestra hjá Krabbameinsfélaginu svo dæmi séu nefnd. Þórunn hafði sambandi við Lukku í byrjun árs 2013 og hófust þær þá handa við bókarsmíðina. Efnið er þeim báðum hugleikið og ákváðu þær því að gefa sér góðan tíma og vanda vel til verka. „Þetta er eina bókin sem ég hef í hyggju að gefa út. Þetta er einfaldlega efni sem hefur brunnið á mér og mig langaði að koma vel frá mér. Mér lá því ekkert á,“ útskýrir Þórunn.Bókinni er stillt upp út frá virkninni í matnum og hvað það er í honum sem gerir gott. Hún hefst á talsverðum fróðleik um tengsl mataræðis við myndun krabbameins og annarra sjúkdóma og byggir hann á vitneskju sem Þórunn og Lukka hafa viðað að sér um efnið ásamt upplýsingum frá læknum og öðru fagfólki. Bókinni er svo skipt upp í fjóra meginkafla en þeir eru; litríkur matur, kryddaður matur, trefjaríkur matur og góð fita en í hverjum flokki er að finna fjölda aðgengilegra og hollra uppskrifta sem henta allri fjölskyldunni. „Við reyndum að leggja áherslu á það sem gerir gott í stað þess að vera með boð og bönn þó vissulega sé komið inn á fæðu sem þykir óæskilegri en önnur,“ segir Þórunn og nefnir meðal annars bólguhvetjandi fitu, mjólkurvörur og sykur. „Við erum þó fyrst og fremst að kalla eftir því að fólk horfi á hvað það er í matnum sem nærir.“ Sjálf borðar Þórunn svipaðan mat og lýst er í bókinni. Hún leggur áherslu á litríkan mat og velur krydd sem hafa góða virkni. Hún borðar mikið af trefjum og passar sig á sætunni. Hún segir hvern og einn taka fjölda ákvarðana á degi hverjum sem móta lífið og hafi áhrif á heilsuna nú og til framtíðar. „Ein mikilvægasta forvörnin gegn sjúkdómum er að koma sér upp góðum lífsvenjum. Ég vona að bókin komi að góðum notum við það,“ segir Þórunn og gefur uppskrift úr bókinni.Grænn hristingur fyrir 21/3 ferskur ananas2 sellerístilkar3 cm bútur af ferskum engifer1 límóna afhýdd,1 stór lúka spínat1/2 tsk. matcha te1 msk. hampfræ eða -duft3 mjúkar döðlurríflega 1 dl frosið mangó Setjið ananas, sellerí, engifer og límónu í gegnum safapressu. Hellið safanum í blandara og blandið afganginum af hráefninu vel saman við. Drekkið með bros á vör.
Matur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira