Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í síðustu viku að breska þingið þurfi að greiða atkvæði um hvort að yfirvöld Bretlands eigi að virkja 50. grein Lissabon-sáttmála ESB svo formlega megi hefja úrsagnaferlið.
Ríkisstjórn Theresu May tilkynnti strax að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Til stendur að hann fjalli um málið í næsta mánuði.
Sturgeon segir ljóst að málið skipti Skotland miklu máli, en meirihluti Skota var andvígur því að yfirgefa ESB. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í júní voru 62 prósent Skota sem vildu vera áfram í ESB.
Þá hafa Skotar látið í ljós að mögulega myndu þeir slíta sig frá Bretlandi ef af yrði.
Hún vill að þing Skotlands eigi einnig að staðfesta virkjun 50. greinarinnar. Æðsti embættismaður dómsmála Skotlands hefur nú farið fram á að hann fái að tjá sig um málið fyrir Hæstarétti í næsta mánuði.
Tengdar fréttir

Útganga Breta í uppnámi
Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s

Breskir þingmenn í bobba
Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.

Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““
Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti
Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu

Bresku blöðin stóryrt á forsíðum daginn eftir Brexit-dóminn
Dagblöðin úthúða sum dómurum High Court og birta af þeim myndir.

Gengi pundsins rýkur upp eftir Brexit-dóminn
Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nemur nú 1,247.

May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta
Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta.