„Ég æfði of mikið og rassinn minn fór, ég vildi að ég væri stærri rass,“ segir Bella í viðtali við People. Hún segir þó að líkaminn sinn sé eins og jójó og að þyngdin fari upp og niður, eins og hjá flestum öðrum.
Þrátt fyrir að margir líti á hana og aðrar fyrirsætur og sjái nánast fullkominn líkama þá segir hún að hún sé með sitt óöryggi eins og aðrir. Bella mun ganga í Victoria's Secret tískusýningunni í fyrsta sinn í mánuðinum.