Steph Curry bætti eigið met í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar hann skoraði þrettán þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum. Curry setti niður þrettán af 17 þriggja stiga skotum sínum í 116-106 sigurleik gegn New Orleans Pelicans.
Curry hafði í leiknum áður ekki hitt úr einu af tíu þriggja stiga skotum sínum en það var í fyrsta sinn í 158 leikjum sem hann skoraði ekki að minnsta kosti eina þriggja stiga körfu. Hann svaraði þeim skell með líka þessari ótrúlegu frammistöðu í nótt.
Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði í heildina 46 stig í fimmta sigri Golden State í deildinni en silfurlið síðustu leiktíð er búið að vinna fimm og tapa tveimur af fyrstu sjö.
Í spilaranum hér að ofan má sjá þristana þrettán á aðeins 60 sekúndum.
