Náðu ekki samkomulagi um fiskverð en viðræðurnar þokast áfram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 21:35 Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Vísir Ekki náðist samkomulag um fiskverð á fundi samninganefnda sjómanna og samninganefndar útgerðarmanna í dag en Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir þó að fundurinn hafi gengið vel en honum lauk um sexleytið. Verðlagsmálin eru það eina sem rætt er nú og vilja menn klára það áður en næstu skref verða tekin. Sjómenn hafa boðað verkfall sem hefjast á klukkan 23 næstkomandi fimmtudag. „Menn eru allavega að tala saman og ég held að það sé hægt að segja það að menn séu að tala á sömu nótunum. Á meðan menn eru að ræða saman þá miðast þetta áfram en svo hittumst við aftur klukkan 16 á morgun. Menn ætla svona að vinna heimavinnu og fara yfir þetta og svo fæst vonandi einhver niðurstaða varðandi fiskverðið á morgun en þá er allt annað eftir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samninganefndir hafa fundað með reglulegu millibili frá árinu 2012, en viðræður hófust fyrir alvöru síðasta haust. Aðspurður kveðst Guðmundur bjartsýnn á að menn nái saman áður en verkfall skellur á. „Á meðan menn eru að tala í sömu áttina þá er eitthvað að gerast,“ segir hann. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Ekki náðist samkomulag um fiskverð á fundi samninganefnda sjómanna og samninganefndar útgerðarmanna í dag en Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir þó að fundurinn hafi gengið vel en honum lauk um sexleytið. Verðlagsmálin eru það eina sem rætt er nú og vilja menn klára það áður en næstu skref verða tekin. Sjómenn hafa boðað verkfall sem hefjast á klukkan 23 næstkomandi fimmtudag. „Menn eru allavega að tala saman og ég held að það sé hægt að segja það að menn séu að tala á sömu nótunum. Á meðan menn eru að ræða saman þá miðast þetta áfram en svo hittumst við aftur klukkan 16 á morgun. Menn ætla svona að vinna heimavinnu og fara yfir þetta og svo fæst vonandi einhver niðurstaða varðandi fiskverðið á morgun en þá er allt annað eftir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samninganefndir hafa fundað með reglulegu millibili frá árinu 2012, en viðræður hófust fyrir alvöru síðasta haust. Aðspurður kveðst Guðmundur bjartsýnn á að menn nái saman áður en verkfall skellur á. „Á meðan menn eru að tala í sömu áttina þá er eitthvað að gerast,“ segir hann. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26