Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 22:03 Fregnirnar eru afar góðar fyrir Clinton en aðeins tveir dagar eru til kosninga. Vísir/Getty James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, tilkynnti þinginu í dag að Hillary Clinton verði ekki ákærð í kjölfar rannsóknar á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli hennar sem komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu. Í bréfi sem Comey ritar til þingsins segir að rannsóknarlögreglumenn alríkislögreglunnar hafi lokið rannsókn á öllum tölvupóstum sem voru á fartölvu Anthonys Weiner, sem er eiginmaður Humu Abedin, aðstoðarmanns Clinton til margra ára.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Comey greindi frá því í síðustu viku að hann hefði gefið rannsóknarlögreglumönnum fyrirmæli um að rannsaka ný sönnunargögn vegna tölvupóstanotkun Clintons frá árum hennar í embætti utanríkisráðherra. Tímasetning ákvörðunar alríkislögreglunnar kom sér afar illa fyrir Clinton sem er á lokaspretti kosningabaráttu sinnar til forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem málið hafi haft talsverð áhrif á gengi Clinton en skoðanakannanir undanfarinna daga hafa sýnt að andstæðingur Clinton, Donald Trump, saxar sífellt á forskot hennar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonÁkvörðun alríkislögreglunnar um að ákæra ekki eru því jákvæðar fréttir fyrir Clinton á síðustu metrunum en gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum á þriðjudaginn næstkomandi.Anthony Weiner ásamt Humu Abedin, aðstoðarmanni Clinton.Vísir/EPATölvupóstnotkun Clinton komst fyrst í sviðsljósið vorið 2015 þegar upp komst að hún hafði ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum heldur eigið netfang sem var hýst á einkavefþjóni hennar. Clinton var ekki ákærð vegna málsins en það hefur engu að síður haft gríðarlega neikvæð áhrif áhrif á orðspor hennar. Donald Trump hefur tönnlast á málinu í aðdraganda kosninganna og hefur margsinnis kallað Clinton glæpamann vegna þess. Hann hefur jafnframt fullyrt að verði hann kjörinn forseti muni hann sjá til þess að mál hennar verði rannsakað að nýju og hún fangelsuð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, tilkynnti þinginu í dag að Hillary Clinton verði ekki ákærð í kjölfar rannsóknar á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli hennar sem komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu. Í bréfi sem Comey ritar til þingsins segir að rannsóknarlögreglumenn alríkislögreglunnar hafi lokið rannsókn á öllum tölvupóstum sem voru á fartölvu Anthonys Weiner, sem er eiginmaður Humu Abedin, aðstoðarmanns Clinton til margra ára.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Comey greindi frá því í síðustu viku að hann hefði gefið rannsóknarlögreglumönnum fyrirmæli um að rannsaka ný sönnunargögn vegna tölvupóstanotkun Clintons frá árum hennar í embætti utanríkisráðherra. Tímasetning ákvörðunar alríkislögreglunnar kom sér afar illa fyrir Clinton sem er á lokaspretti kosningabaráttu sinnar til forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem málið hafi haft talsverð áhrif á gengi Clinton en skoðanakannanir undanfarinna daga hafa sýnt að andstæðingur Clinton, Donald Trump, saxar sífellt á forskot hennar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonÁkvörðun alríkislögreglunnar um að ákæra ekki eru því jákvæðar fréttir fyrir Clinton á síðustu metrunum en gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum á þriðjudaginn næstkomandi.Anthony Weiner ásamt Humu Abedin, aðstoðarmanni Clinton.Vísir/EPATölvupóstnotkun Clinton komst fyrst í sviðsljósið vorið 2015 þegar upp komst að hún hafði ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum heldur eigið netfang sem var hýst á einkavefþjóni hennar. Clinton var ekki ákærð vegna málsins en það hefur engu að síður haft gríðarlega neikvæð áhrif áhrif á orðspor hennar. Donald Trump hefur tönnlast á málinu í aðdraganda kosninganna og hefur margsinnis kallað Clinton glæpamann vegna þess. Hann hefur jafnframt fullyrt að verði hann kjörinn forseti muni hann sjá til þess að mál hennar verði rannsakað að nýju og hún fangelsuð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30
Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06