Forsetaframbjóðendur berjast um Flórída Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. nóvember 2016 18:52 Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Vísir/Getty Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05
Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59