Eftir 108 ára bið eftir meistaratitili Chicago Cubs létu áhorfendur sig ekki vanta þegar skrúðganga var haldin leikmönnum til heiðurs í Chicago í gær.
Líkt og hefur verið fjallað um á Vísi var þetta sögulegur sigur eftir að hafa lent 1-3 undir en íbúar Chicago-borgar töluðu um að álög væru á liðinu hefðu áhrif á titilmöguleika liðsins.
Hefur nú loksins bölvuninni verið aflétt.
Samkvæmt lögreglunni í Chicago mættu fimm milljónir manns til að fagna með leikmönnum Cubs en FOX greinir frá því að þetta sé fimmti fjölmennasti atburðurðurinn í mannkynssögunni.
Til samanburðar mættu 1,3 milljón manns þegar Cleveland Cavaliers fögnuðu NBA-meistaratitlinum í vor en það var fyrsti titill Cleveland-borgar í rúmlega fimmtíu ár.
Sjá má skemmtilegar myndir frá þessum atburði í myndaalbúminu hér fyrir ofan.
Fimm milljónir mættu á sigurhátíð Cubs | Myndir

Tengdar fréttir

Bölvun aflétt
Ein merkasta stund í bandarískri íþróttasögu kom er Chicago Cubs varð hafnaboltameistari í fyrsta skipti í 108 ár. Úrslitaleikurinn var ein dramatík frá upphafi til enda og endirinn í anda myndar frá Disney.

108 ára bið Chicago Cubs lauk í nótt | Myndbönd
Bölvun Chicago Cubs var loks aflétt í nótt er liðið varð meistari í bandaríska hafnaboltanum í fyrsta skipti síðan 1908. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur mátt bíða eins lengi eftir titli.

Bill Murray með viðtal ársins | Myndband
Einn þekktasti stuðningsmaður Chicago Cubs er gamanleikarinn Bill Murray og hann var að sjálfsögðu á leiknum sögulega í nótt er Cubs varð meistari.

Bölvun Cubs eða Indians verður aflétt í oddaleik
Það verður líklega metáhorf á hafnaboltaleik í nótt er tvö félög sem hafa ekki unnið bandarísku hafnaboltadeildina í áratugi berjast um sigurinn í oddaleik.