Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2016 18:00 Guðjón Valur skoraði fjögur mörk í leiknum. vísir/ernir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%). EM 2018 í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%).
EM 2018 í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira