Bjarni segir ekkert útilokað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2016 18:25 Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Sjá meira