Benedikt segir engan póker í gangi Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2016 10:13 Bjarni spurði Katrínu hvort það stæði og hún vildi ekki mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og staðfesti hún það. Og þar standa málin. visir/anton brink Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, furðar sig á því sem fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, þá það að viðruð hafi verið sú hugmynd á fundi hans, Óttarrs Proppé formanns Viðreisnar og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á miðvikudag að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar.Katrín staðfesti að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokki Þetta segja Viðreisnarmenn spuna og átta sig ekki alveg á því hvaðan hann kemur. „Ég spurði Katrínu hins vegar á fundinum hvort það stæði að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, hún staðfesti það og þá þurfti ekkert að ræða það frekar hvernig slík ríkisstjórn yrði skipuð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Ekkert rætt við Pírata Hann gerir einnig athugasemd við það þar sem segir að í framhaldinu hafi Benedikt hafi falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. „Það er alrangt. Ég hef einu sinni talað við fulltrúa Pírata. Birgitta Jónsdóttir hringdi í mig á mánudaginn. Og sagði mér frá þessari ákvörðun þeirra um að styðja minnihlutastjórn gegn ákveðnum skilyrðum. Það var bara það sem þau gerðu opinbert líka,“ segir Benedikt sem ekki hefur talað við Birgittu síðan þetta var. Né nokkurn Pírata ef því er að skipta. „Ég hef í mesta lagi boðið nokkrum þingmönnum Pírata góðan daginn með bros á vör.“Enginn í póker Benedikt hefur fylgst lengi með stjórnmálum en er nú skyndilega kominn í miðju hinnar pólitísku refskákar. Hann segir að sér lítist í sjálfu sér ágætlega á það. „Og ég verð að segja það að fram til þessa hefur enginn hinna pólitísku leiðtoga sagt neitt við fréttamenn sem þeir hafa ekki sagt við mig. Menn hafa ekki verið að spila póker. Ennþá, að minnsta kosti.“ Varðandi framhaldið þá segist Benedikt ekki vita annað en það sem fyrir liggur, þeir Óttarr fóru á fund Bjarna í gær. „Og sagði hann nákvæmlega það sem hann sagði við fréttamenn að hann ætlaði að taka sér helgina í að hugsa þetta. Það rímar allt saman. Svo er náttúrlega, hvað gerist síðan, þá kemur það bara í ljós. En ég veit ekkert meira.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, furðar sig á því sem fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, þá það að viðruð hafi verið sú hugmynd á fundi hans, Óttarrs Proppé formanns Viðreisnar og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á miðvikudag að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar.Katrín staðfesti að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokki Þetta segja Viðreisnarmenn spuna og átta sig ekki alveg á því hvaðan hann kemur. „Ég spurði Katrínu hins vegar á fundinum hvort það stæði að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, hún staðfesti það og þá þurfti ekkert að ræða það frekar hvernig slík ríkisstjórn yrði skipuð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Ekkert rætt við Pírata Hann gerir einnig athugasemd við það þar sem segir að í framhaldinu hafi Benedikt hafi falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. „Það er alrangt. Ég hef einu sinni talað við fulltrúa Pírata. Birgitta Jónsdóttir hringdi í mig á mánudaginn. Og sagði mér frá þessari ákvörðun þeirra um að styðja minnihlutastjórn gegn ákveðnum skilyrðum. Það var bara það sem þau gerðu opinbert líka,“ segir Benedikt sem ekki hefur talað við Birgittu síðan þetta var. Né nokkurn Pírata ef því er að skipta. „Ég hef í mesta lagi boðið nokkrum þingmönnum Pírata góðan daginn með bros á vör.“Enginn í póker Benedikt hefur fylgst lengi með stjórnmálum en er nú skyndilega kominn í miðju hinnar pólitísku refskákar. Hann segir að sér lítist í sjálfu sér ágætlega á það. „Og ég verð að segja það að fram til þessa hefur enginn hinna pólitísku leiðtoga sagt neitt við fréttamenn sem þeir hafa ekki sagt við mig. Menn hafa ekki verið að spila póker. Ennþá, að minnsta kosti.“ Varðandi framhaldið þá segist Benedikt ekki vita annað en það sem fyrir liggur, þeir Óttarr fóru á fund Bjarna í gær. „Og sagði hann nákvæmlega það sem hann sagði við fréttamenn að hann ætlaði að taka sér helgina í að hugsa þetta. Það rímar allt saman. Svo er náttúrlega, hvað gerist síðan, þá kemur það bara í ljós. En ég veit ekkert meira.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Sjá meira
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00