Fótbolti

Sektaðir fyrir trúarsöngva í stúkunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmaður Íran veifar í gegnum fána á leiknum gegn Suður-Kóreu sem Íran vann, 1-0.
Stuðningsmaður Íran veifar í gegnum fána á leiknum gegn Suður-Kóreu sem Íran vann, 1-0. vísir/getty
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sektað knattspyrnusamband Íran fyrir að hvetja til hegðunar sem FIFA var ekki hrifið af.

Knattspyrnusamband Íran bað áhorfendur um að mæta í svörtu og syngja trúarsöngva á leik liðsins gegn Suður-Kóreu þar sem leikurinn fór fram á heilögum degi í Íran.

Sektin hljóðar upp á rúmar 5 milljónir króna en samkvæmt reglum FIFA er bannað að vera með hvers kyns áróður á leikjum FIFA.

FIFA sektaði líka Króatíu og Kósóvó fyrir níðsöngva stuðningsmanna um Serba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×