Matthías Orri: Líður eins og við getum ekki unnið Smári Jökull Jónsson í Hellinum skrifar 3. nóvember 2016 21:53 Matthías Orri Sigurðarson var stigahæstur ÍR-inga í kvöld með 20 stig. vísir/ernir Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik fyrir ÍR í kvöld sem dugði þó ekki til í þriggja stiga tapi gegn Grindavík. Matthías var gagnrýninn á ÍR-liðið í leikslok. „Þetta er mjög svekkjandi og bara lélegt. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild þá þurfum við að vinna lið eins og Grindavík. Þó þeir séu með mjög sterkan mannskap þá eigum við að vinna á heimavelli. Við verðum að verja heimavöllinn. Mér líður eins og við getum ekki unnið, þetta er fáránlegt,“ sagði svekktur Matthías í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Matthías sagði ÍR liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks í upphafi og kallaði eftir að þeir myndu spila vel í 40 mínútur í leikjum. „Það var eins og við nenntum ekki að spila í fyrri hálfleik, það vantaði orku og gleði í þetta. Það voru allir að gera hluti sem þeir áttu ekki að vera að gera og að spila út úr hlutverki. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vorum grimmari varnarlega. Það gengur ekki að spila annan helminginn af leiknum og ef við ætlum alltaf að gera það þá verðum við í þessu harki lengst niðri,“ bætti Matthías við. ÍR er með 4 stig eftir fimm leiki í deildinni og Matthías svaraði játandi þegar hann var spurður hvort byrjunin væri vonbrigði. „Já, þetta eru vonbrigði. Við ættum að vera með 6 stig og verðum að klára svona leiki. Við vorum með einhverjar yfirlýsingar fyrir mót og verðum að klára leiki sem þennan. Á móti Stjörnunni vorum við tuttugu stigum yfir í þriðja leikhluta og eigum einfaldlega að klára það.“ Það hefur aðeins verið talað um stemmningsleysi á pöllunum hjá ÍR en stuðningsmenn þeirra létu vel í sér heyra í kvöld, sérstaklega undir lokin. „Það er alltaf stemmning hérna í Breiðholtinu. Við þurfum bara að spila fyrir þessa stuðningsmenn og það er oft sem við gerum ekki neitt. Þeir kveikja í sér um leið og við sýnum eitthvað inni á vellinum, þegar við sýnum smá orku og karakter." "En þangað til þá eru þeir hljóðir og ég skil það bara vel. Þeir mæta alltaf hingað til að styðja okkur og við mætum í annan hvern leik. Það er ekki boðlegt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 3. nóvember 2016 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik fyrir ÍR í kvöld sem dugði þó ekki til í þriggja stiga tapi gegn Grindavík. Matthías var gagnrýninn á ÍR-liðið í leikslok. „Þetta er mjög svekkjandi og bara lélegt. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild þá þurfum við að vinna lið eins og Grindavík. Þó þeir séu með mjög sterkan mannskap þá eigum við að vinna á heimavelli. Við verðum að verja heimavöllinn. Mér líður eins og við getum ekki unnið, þetta er fáránlegt,“ sagði svekktur Matthías í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Matthías sagði ÍR liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks í upphafi og kallaði eftir að þeir myndu spila vel í 40 mínútur í leikjum. „Það var eins og við nenntum ekki að spila í fyrri hálfleik, það vantaði orku og gleði í þetta. Það voru allir að gera hluti sem þeir áttu ekki að vera að gera og að spila út úr hlutverki. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vorum grimmari varnarlega. Það gengur ekki að spila annan helminginn af leiknum og ef við ætlum alltaf að gera það þá verðum við í þessu harki lengst niðri,“ bætti Matthías við. ÍR er með 4 stig eftir fimm leiki í deildinni og Matthías svaraði játandi þegar hann var spurður hvort byrjunin væri vonbrigði. „Já, þetta eru vonbrigði. Við ættum að vera með 6 stig og verðum að klára svona leiki. Við vorum með einhverjar yfirlýsingar fyrir mót og verðum að klára leiki sem þennan. Á móti Stjörnunni vorum við tuttugu stigum yfir í þriðja leikhluta og eigum einfaldlega að klára það.“ Það hefur aðeins verið talað um stemmningsleysi á pöllunum hjá ÍR en stuðningsmenn þeirra létu vel í sér heyra í kvöld, sérstaklega undir lokin. „Það er alltaf stemmning hérna í Breiðholtinu. Við þurfum bara að spila fyrir þessa stuðningsmenn og það er oft sem við gerum ekki neitt. Þeir kveikja í sér um leið og við sýnum eitthvað inni á vellinum, þegar við sýnum smá orku og karakter." "En þangað til þá eru þeir hljóðir og ég skil það bara vel. Þeir mæta alltaf hingað til að styðja okkur og við mætum í annan hvern leik. Það er ekki boðlegt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 3. nóvember 2016 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 3. nóvember 2016 22:15